þriðjudagur, apríl 27, 2004

Sólbrenndur með QuickTan-brúsa

Já, ég fór sko einu sinni til sólarlanda. Var þar með góðvini mínum Stefáni að njóta vinnings sem ég fékk fyrir að þykja landsins skrítnasti maður í þættinum Björn og félagar sem eitt sinn var sýndur á Skjá 1. Sjónvarpsstöðin klúðraði því að senda mig til USA í The Tonight Show eins og til stóð að vinningurinn yrði, en í staðinn fékk ég að fara til Portúgal á fyllirí. Ég skrifaði líka á þá fjandi gott herbergi á virkilega góðu hóteli. En nóg um það. Við hótelið var stór sundlaugargarður og þar lá ég oft í sólbaði ásamt Stefáni. Þegar ég fór út átti ég engar stuttbuxur til að stunda sól- og sundlaugarböðin og ég brá mér á fyrstu dögum dvalarinnar í nærliggjandi túristaverslun og keypti mér buxur. Ég misreiknaði mig líklega aðeins og kæpti þær frekar litlar en hugsaði sem svo að ef ég skakaði mér lítið hlytu þær að haldast í einu lagi. Það var í þessum buxum sem ég lagðist í sólbað einn daginn. Þarna lá ég hálfuppréttur með bogin hné og fylgdist með lífinu í garðinum milli fótanna á mér. Ég er ekki þannig að ég geti steinlegið þegar ég baða mig í sólinni. Þá hundleiðist mér bara. Þegar ég hafði legið þarna í smá stund hljóp lítill strákur fram fyrir bekkinn minn til að sækja boltann sinn. Ég brosti til hans þegar hann leit til mín og hann ætlaði að brosa... en þá kom á hann undarlegur svipur og hann flýtti sér í burtu. Ég hef nú ekki þótt svo ógnvænlegur en mér þótti vænt um að búa þó allavega yfir þeim möguleika að geta hrætt lítil börn, svona inn á milli. Ég hélt áfram að liggja í sólbaðinu þar til ég fór að finna fyrir smá kláða milli fótanna. Ég teygði mig til að klóra mér og VÚÚÚÚP! Þarna lá pungurinn minn og baðaði sig í sólinni með mér! Einhverntímann yfir daginn hafði ég þá eftir allt saman skakað mér of mikið. Ekki nóg til að buxurnar rifnuðu af mér í heilu lagi en þó nóg til að búa til stórt og myndarlegt gat neðan á þeim. Fyrirgefðu, litli drengur. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig.

mánudagur, apríl 26, 2004

Smá nostalgía

Ég sló inn „DrumaTix“ á leitarvél um daginn og var að gá hvort einhver talaði um mig á vefnum. Þá fann ég tilvitnun í brjálæðiskast sem ég tók einusinni á commentakerfi Betu Rokk þar sem var verið að ræða um þau ummæli meðlima Bríetar að vændi væri greidd nauðgun. Ég gef sjálfum mér orðið:
„BWLARGH!!! Það er svo margt ljótt sem ég gæti sagt um þetta hyski í Bríet. Borguð nauðgun!?!?!? Þessar síblæðandi, klofloðnu, kynsveltu og lesbísku pirringsdrottningar komast upp með að segja svona kjaftæði vegna þess eins að þær eru kvenréttindasamtök og sögunnar vegna þorir enginn að mótmæla þeim. Þetta er oftúlkun og ýkjur hjá Bríetkvendunum. Vændi er ekki borguð nauðgun frekar en að smásala er greiddur þjófnaður. Þessar móðursjúku, vænisjúku og veruleikafirrtu kerlingabeyglur fella þarna dóm yfir öllum þeim sem hafa vændi að atvinnu og hafa jafnvel gaman af. Ég skal fallast á að þetta sé greidd nauðgun ef stúlkunni hefur verið rænt eða er haldið nauðugri og menn greiða þeim er heldur henni peninga fyrir kynlíif. Og jú, ég skal jafnvel seilast svo langt að kalla það greidda nauðgun ef kona er djúpt sokkin í rugl og menn nýta sér bágbornar aðstæður hennar til þess að geta haft við hana mök fyrir pening. En þó myndi ég frekar kalla það kynlíf af illri nauðsyn. Ekki nauðgun. Þessar ofstopafullu fasistatíkur komast upp með svona djöfulsins kjaftæði í skjóli málstaðar sem þær oftúlka og misnota. Þær skrumskæla góð markmið á svo skelfilegan hátt að sómafólk eins og ég ræður ekki við sig og æpir upp öll þau fúkyrði sem það kann við það eitt að heyra minnst á Bríeti. Bríet er hrúðurkarl á hinu mikla skipi kvenréttindaframfara og sá tími mun koma að þær verða skafnar af. Framkoma þeirra og rökfærsla er smánarleg og heldur aftur af framförum frekar en hitt.“

Já, þar höfum við það. En í guðanna bænum sleppið því að brjálast á mínu kommentakerfi yfir þessum ummælum. Stormurinn gekk yfir á kommentakerfi Betu.
Ég hef ekkert á móti jafnrétti en ég hef mikið á móti ofstopa, rangfærslum og misrétti.
Og þegiði svo.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Elkoævintýri

Ég var einu sinni að vinna í Elko við að selja heimilistæki. Þar, eins og hjá öðrum stórfyrirtækjum, leggur maður sig auðvitað fram um að selja eins mikið og dýrt og maður mögulega getur til að auka velsæld þeirra sem eiga fyrirtækið og er skítsama hver þú ert, því í þeirra augum ertu bara nafn á blaði. ...og hjá sumum fyrirtækjum fær maður líka smá söluþóknun.
Nújæja, einn daginn komu til mín tvær stelpur að versla örbylgjuofn. Önnur þeirra var að kaupa hann, hin var að veita henni andlegan stuðning. (Svona eins og stelpur gera í salernisferðum). Stúlkan var fátækur námsmaður og leitaði því eftir ódýrustu kostunum. Ég sýndi henni nokkra örbylgjuofna og fetaði mig hægt og rólega frá þeim ódýrasta og upp um nokkra þúsundkalla. Að því kom að ég komst ekki hærra og ég var kominn með hana á örbygljuofn sem kostaði um 12.000 krónur. Ég sýndi henni alla kostina og ákvað undir lokin að gera lokatilraun til að heilla hana með 20.000 króna örbylgjuofni sem var í sömu hillu. „Svo erum við hér með alveg ofboðslega góðan ofn sem er með innbyggðu grilli. Hann kostar reyndar 20.000 krónur,“ sagði ég og bætti við: „En þá er ég líklega farinn að pumpa budduna þína heldur harkalega.“ Þarna stóð ég á milli stelpnanna og við horfðum öll á hilluna með ofnunum og enginn sagði neitt og ekkert heyrðist nema kæft fliss vinkonunnar. Ég rauf loks þögnina: „Þetta hljómaði dónalega, var það ekki?“ „Jú,“ var svarið.
Ég ákvað að grafa mig ekkert dýpra í þetta skiptið, dró fram kassa með ódýrari ofninum og rúllaði þeim og nýja ofninum út úr búðinni. Einn daginn læri ég kannski að hugsa áður en ég tala.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Nýtt reiðiblogg á nýjum vef

Jæja, ágæti bloggheimur. Nú gerist það. Ég ætla að blogga. Aftur... Það sem rekur mig aftur að bloggborðinu er spurning sem ég stóð frammi fyrir um daginn þegar ég var staddur á HM-kaffi á Selfossi:

Ná neytendalög ekki yfir skemmtistaði?
Ég eyddi páskunum semsagt í bústað með Lillý og nokkrum gestum sem litu við yfir helgina. Á sunnudagskvöldinu datt okkur í hug að kíkja yfir á Selfoss og skoða lífið þar. Við keyrðum þangað og fórum á HM-kaffi (minnir mig að það hafi heitið) og settumst þar inn að hlusta á ansi fína lókal hljómsveit, Mistur. Við sátum og skoðuðum allt það sem er venjulega að finna á flestum skemmtistöðum: Áfengisdauða ellilífeyrisþegann, korteríþrjú-náungann sem reynir við þær allar, bjórdansarann sem tímir ekki að sleppa bjórnum þegar hann dansar og rennbleytir sig, ásamt fleiri kostulegum karakterum. Lillý fór á barinn og keypti fyrir okkur drykki. Hún fékk sér bjór og keypti hana mér tvöfaldan malibú í appelsínusafa. (Það er VÍST drykkur fyrir karlmenn). Nújæja... hún kom til baka og dásamaði hvað verðið á barnum væri fínt. Bjórinn kostaði hana 500 kall, minnir mig, og karlmennskudrykkurinn minn kostaði 750. Við vorum hæstánægð með verðið og töldum þetta vera kosti sveitapöbbamenningarinnar að vera ekki settur á hausinn í hverri barferð. Ég tók til við að drekka drykkinn minn eins og lög gera ráð fyrir og fylgdist á meðan með Lillý og Rögnu, systur hennar, á dansgólfinu. Ég var svo upptekinn við að fylgjast með þeim og öllum öðrum að ég tók ekki eftir því þegar glasabarnið átti leið hjá og tók drykkinn minn, sem ég var ekki búinn að klára. Ég varð vitaskuld ekki sáttur, enda var eftir vænn sopi í glasinu.
Áður en ég held lengra í frásögninni er rétt að átta okkur á staðreyndunum. Lillý er afskaplega falleg stelpa og aðlaðandi bæði í fasi og útliti. Ég, á hinn bóginn, er illa rakaður og með bjórvömb. Sá sem seldi henni drykkinn var karlmaður og nýjasta sögupersónan, STÚLKAN sem seldi mér drykkinn minn er, jú, kvenkyns.
Jæja, ég fór að barnum og gaf mig á tal við stúlkuna sem nú hafði tekið við afgreiðslunni á barnum. Ég byrjaði á því að nefna það við hana að glasabarnið þeirra væri heldur ákaft, þar sem það hefði fjarlægt drykkinn minn áður en ég kláraði úr glasinu. Ég benti henni á þetta á vinsamlegu nótunum, enda var þetta ekki henni að kenna. Henni virtist samt vera algjörlega sama um þessar raunir mínar og ég ákvað að panta mér nýjan drykk. Ég bað um það sama og áður og rétti henni kortið mitt. Svo fékk ég kortakvittunina. 1.100 krónur. ELLEFUHUNDRUÐ KRÓNUR! Ég sagði henni að þetta væri ekki verðið sem ég hefði fengið síðasta drykk á og svarið hennar var einfalt: „Þetta er verðið.“ Ég ítrekaði að þetta hefði sko ekki verið verðið fyrir stuttu og hún gaf mér sama svar. Vitaskuld var ég bálreiður en þarna var ég kominn með drykkinn í hendurnar og búinn að borga. Ég gat ekkert gert annað en að setjast og drekka þennan fokdýra drykk.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu og ég veit að ég er ekki sá eini. Það er eins og skemmtistaðir séu staddir í Villta Vestrinu, þar sem hinn langi armur laganna, eða öllu heldur neytendasamtakanna, nær hreinlega ekki inn. Ég hef verið á Nelly's þar sem þeir hafa auglýst allt á barnum á hálfvirði og svo borgar maður fullt verð fyrir allt sem er ekki kranabjór. Ég er nú þannig að það er sama hve drukkinn ég verð, ég tapa ekki rænunni á því hvenær mér er riðið í rassgatið peningalega, en baráttuviljinn þverr þó með hverjum sopa. Á ótal skemmtistöðum hef ég verslað drykki á allt að helmingi hærra verði en stúlkan við hliðina á mér og í hvert einasta skipti sem ég hef staðið í röð fyrir utan skemmtistað sem kostar inn á hef ég þurft að greiða meðan sumar stúlkur væla eitthvað um að vera svo peningalitlar og vesælar að þær eigi ekki fyrir miðanum sínum og húppsa! -inn fara þær!

Hvað er helvítis málið? Ég er kannski ekki tilbúinn til að sjúga tittlinginn á einhverjum dyravörðum og barþjónum en fjandinn hafi það, ég er alveg jafn góður viðskiptavinur og stúlkurnar sem fá allt á betri kjörum og ég bara því þær líta betur út í flegnum bol en ég! Það er engin lygi að flestir svona barþjónar og dyraverðir halda að þeir höstli alveg svakalega ef þeir eru góðir við stelpurnar. Það ganga ógurlegar sögur um einhverja dyraverði sem bítta á ballmiðum og blowdjobbi, en nú er kominn tími fyrir veruleikasjokk.

Númer eitt: Líkurnar á því að þið lendið í svoleiðis ævintýri eru einn á móti fimmtíuþúsund. Hættið að reyna. Þessar stelpur gera bara grín að ykkur fyrir að vera svona miklir aular að gefa þeim einhverja sérmeðferð. Þær munu ekki koma fram í dyr þegar líður á ballið og segja: „Hei, þú varst ekkert smá indæll að hleypa mér frítt inn. Viltu koma í bíó á morgun?/Viltu koma inn á klósett með mér?“ Sama gildir um ykkur barþjónana. Þær munu ekki hanga við barinn og skiptast á blikki við ykkur því þið selduð þeim ódýrari bjór en sköllótta manninum við hliðina á þeim.
Númer tvö: Ef stelpa er tilbúin til að framkvæma kynferðislegan greiða fyrir ballmiða eða ódýran bjór, hvar liggja þá mörkin? Hvaða drjóla afgreiddi hún yfir daginn fyrir landann sem hún hellti í sig áður en hún kom á ballið. Hver fékk hjá henni hömmer (ekki bílinn, heldur hitt...) fyrir að skutla henni á ballið? Og hversu mikill fáviti er dyravörðurinn þá að kæra sig um að hún handfjatli á honum tólin eftir þetta alltsaman?

Hættið þessu rugli, rukkið alla við dyrnar, látið alla greiða sama verð fyrir drykkina sína og þá kannski getið þið látið ykkur dreyma um hærra kaup í staðinn fyrir að fara heim og rúnka ykkur eftir vaktina yfir draumum um stelpuna sem hefði kannski, bara kannski svo mikið sem íhugað að koma við sprellann á ykkur í skiptum fyrir afsláttinn sem hún fékk.