föstudagur, maí 12, 2006

Landssíminn viss í sinni sök

Fyrir nokkru síðan sendi ég eftirfarandi bréf á Landssímann.

„Góðan dag.
Ég er tengdur hjá Internetþjónustu Símans og er ekki ánægður með þá þjónustu sem ég kaupi. Fyrir 3.990,- á mánuði fæ ég hjá ykkur 1 Mb tengingu og 1GB í niðurhal. Fyrir skömmu hringdi fólk á vegum Hive í mig og bauð mér tengingu við þau fyrir sama pening, nema þá fengi í 4GB í niðurhal og 8 Mb tengingu. Fyrir utan það myndi ég greiða 1,99 fyrir hvert MB umfram 4 GB en hjá ykkur greiði ég 2,50 fyrir hvert MB umfram 1 GB.
Ég afþakkaði þetta á sínum tíma, aðallega vegna þess að ég nenni ekki að skipta um netfang. Ég hef skipt áður um internetþjónustu og þá tók við leiðindavesen við netfangaskipti og ég hreinlega nenni því varla aftur. En undanfarið hef ég spurt sjálfan mig hvort það sé kannski þess virði. Ef ég hefði skipt í síðasta mánuði væri ég búinn að spara mér rúmar 3.000 krónur sem ég þarf nú að greiða ykkur fyrir umframgagnamagn. Þess vegna hef ég nú verið að skoða aðra möguleika og niðurstöðurnar hafa satt að segja komið mér á óvart. Fyrir utan Vodafone virðast nær allar Internetþjónustur vera betri kostur en þið. Ýmist hvað varðar verð á umframgagnamagni eða mánaðarverð almennt.
Þá get ég ekki annað en spurt: Hvernig stendur á því að fyrirtæki sem kallar sig framsækið er ekki komið lengra á veg í verðlangningu og virðist vera að tapa því stríði fyrir t.d. 6 starfsmanna internetveitu á Ísafirði?
Og stóra spurningin sem ég furða mig á að allir hafi ekki spurt sig: Hvað er það sem réttlætir áframhaldandi viðskipti mín við ykkur? Hvers vegna eruð þið betri kostur en t.d. Snerpa, Netsamskipti, BTnet, HIVE eða næstum hver sem er?

Kveðja,
Styrmir B.“


Það stóð auðvitað ekki á svarinu frá Landssímanum. Þau skrifuðu bréf sem byrjaði svona:

„Sæll Styrmir.
Við erum að bjóða upp á ýmsar leiðir til okkar viðskiptavina.“


Svo fylgdi löng romsa sem var afrituð beint af sparileiðasíðunni þeirra og átti ekkert skylt við erindi mitt, ef frá er talin Internetsparileiðin þeirra, sem er akkúrat það sem ég er að nota og er ósáttur með.
En í lok bréfsins kom gullmolinn:

„Við höfum ekki verið að lækka okkar verð í samræmi við önnur verð hjá öðrum fyrirtækjum því að við teljum okkur vera með betri þjónustu eins og t.d. við erum með opið allan sólarhringinn og faglært fólk sem hjálpar viðskiptavinum ef eitthvað er og einnig erum við með stöðugri tengingar á Adsl línum okkar.
Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á að fá sjónvarp um Adsl á línuna og það er ekkert stofngjald á því og þú færð einn mánuð af erlendum rásum frítt með og ávalt er opið fyrir video leiguna þó svo að það sé engin áskrift á lyklinum.
Endilega hafðu samband aftur ef þig vantar fleiri upplýsingar um okkar þjónustu og verð.“


Það væri nú gaman að heyra frá viðskiptavinum og jafnvel starfsfólki annarra internetveitna, hvort þetta sé raunin. Er Landssíminn það mikið betri en allir aðrir að þeir geta í krafti þess rukkað meira? Eða er Landssíminn kannski bara að rukka meira vegna þess einfaldlega að þeir komast upp með það?

-----
Viðbót:
Í tilefni af því sem einn sagði í kommentakerfinu um lélega svörun í þjónustuverum ákvað ég til gamans að hringja í stóru fyrirtækin og athuga hve langan tíma það tæki mig að fá samband við mennska rödd en ekki maskínu. Á eftir þeim stóru prófaði ég Snerpu, svona til að fá samanburð, og þetta eru niðurstöðurnar:
Landssíminn: 3:46
OgVodafone: 3:55
Snerpa: 0:04

45 Comments:

At 12/5/06 9:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll ég tók eftir því að þú telur að síminn sé að bjóða betur heldur en OgVodafone. Ég lenti í því um daginn að það var hringt í mig frá Hive og þegar ég sagðist vera í Og1 þá þakkaði hún bara fyrir sig og sagðist ekki geta boðið betur en það. Nú veit ég ekki hvað þeir hafa verið að bjóða þér hjá Hive en hefði alveg áhuga á að vita það. Að mínu mati er OgVodafone besti kosturinn með því að taka OG1 því þar er topp þjónusta og fagfólk sem aðstoðar í vandræðum. Biðin er líka margfalt minni heldur en hjá þjónustuveri símans þannig að ég mæli með OgVodafone. Hvað varðar spurningu þína með að síminn sé að rukka of mikið vegna þess að þeir telja sig betri þá er mín reynsla sú að þeir eru að veita mjög góða þjónustu til fólks sem vill sjónvarp og ADSl og notar ADSL tenginguna bara lítið en um leið og notkun er farin að vera eitthvað að ráði og ef eitthvað kemur uppá þá standa þeir sig illa.

með kveðju Ánægður Og1 viðskiptavinur

 
At 12/5/06 10:07 f.h., Blogger Styrmir B. said...

Þegar ég var að skoða verðin hjá internetveitunum miðaði ég við verð sem fást án bindinga við aðrar þjónustur. Þá kostar 1 Mb tenging með 1 MB niðurhali kr. 4.990,- hjá Vodafone.
Slíkur samanburður fannst mér gefa skýrasta mynd af verðlagningu Símans og Vodafone gagnvart litlu internetveitunum.

 
At 12/5/06 10:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Staðreyndin er sú að útlandasamböndin eru alltaf að fyllast og netveiturnar veigra sér við að stækka nægjanlega mikið. Ótakmarkað niðurhal er t.d. bull, öll fyrirtækin áskilja sér rétt að takmarka aðgang ef niðurhal fer yfir ákveðna tölur, Siminn er t.d. með 100gb þak á "ótakmörkuðum" tenginum.
Ég er að færa mig frá OgV því útlandahlutinn þeirra er algert crap, fólkið í nethjálpinni misjafnlega dónalegt og hjálpar ekki neitt (það er ekkert að hjá okkur er staðlað svar) N.B. kerfið hérna innanlands er alveg að svínvirka.
Íslendingar lifa í fákeppni á netmarkaði og búið að skipta markaðnum upp hérna.

 
At 12/5/06 10:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Ég lenti í því um daginn að það var hringt í mig frá Hive og þegar ég sagðist vera í Og1 þá þakkaði hún bara fyrir sig og sagðist ekki geta boðið betur en það."

mér skilst að það hafi verið á þeim tíma þegar HIVE var ekki byrjaði með heimasíman að þá hafi þeir ekki getað jafnað tilboð OGVodafone vegna heimasímans. Það er víst liðin tíð núna með tilkomu HIVE heimasímans og því ætti að vera hægt að skipta núna!

 
At 12/5/06 10:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll ég hef verið bæði hjá símanum og ogvodafone ég hætti hjá ogvodafoen vegna þess að netið var alltaf að detta út og þegar ég hringdi í þjónustuverið þá fékk ég bara happa glappa svör. hjá símanum finnst mér netið vera mjög stöðugt og góð þjónusta ef eitthvað kemur upp á. ef þú ert ekki í og1 þá er síminn með betri verð. málið með Hive er að þeir eru líka með mjög óstöðugt net en samskipti mín af þjónustuveri þeirra eru mjög góð þar sem ég hef nokkru sinnum hringt í þá fyrir vini og vandamenn vegna bilaðrar tengingu :P

 
At 12/5/06 10:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Var hjá Hive í smá tíma og það er óboðleg tenging fyrir netleiki, maður er að pinga 200 hér heima og ekki undir 500 úti. Nú er ég hjá BT net að pinga 20 heima og 80-120 úti.

 
At 12/5/06 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Opið allan sólahringinn sure.. en þetta fólk sem er að svara í síman hjá Simanum veit nátturulega ekki neitt þetta er bara eikkað fólk sem er með reynslu af kassastörfum í 10-11.

Svo með OG1 jájá þetta er nice tilboð en OgVodafone er nátturulega bara drasl Corprate Helviti. þeim er allveg sama um kúnnana sína.

 
At 12/5/06 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Opið allan sólahringinn.. sure en þetta fólk sem er að svara hjá Símanum veit nátturulega ekki neitt.. eina reynslan sem tengist tölvum hjá þessu fólki er MSN.. og þaug gætu einusinni ekki kent þér að breyta um font.

Og sure.. Og1 tilboðið hljómar vel, en OgVodafone er svo mikið Corprate fyrirtæki að þeim er allveg sama um kúnnana þannig þessar tengingar eru DRASL, svo rukka þeir hátt í alla aukakanta..

Persónulega er ég hjá hive og hef alldrei verið sáttari.. Get bara ekki beðið eftir að heimasíminn minn hjá þeim tengist og ég fer að hringja frítt í heimasíma...

 
At 12/5/06 10:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta svar sem þú fékkst frá Símanum er bara kjaftæði!

Allt frá því að við fengum okkur sjónvarp yfir ADSL og internettengingu frá þeim hefur verið eitthvað vesen

Td þarf ALLTAF að endurræsa adsl sjónvarpið áður en maður horfir á það og það tekur heila eilífð að kvikna.
Svo dettur það stundum út allt í einu.

Pabbi hringdi frekar pissed þarna niðureftir og þá fékk hann bara sama svarið: "Þú verður bara að kíkja á routerinn og athuga hvort það blikki ljós á honum og svo taka móttakarann úr sambandi og setja hann aftur í samband. Svo kom í ljós að þetta var bilað og einhverjir viðgerðarmenn komu og skoðuðu þetta hjá okkur. Daginn eftir var þetta komið í fínt lag og við vorum ánægðir.
..En Adam var ekki lengi í paradís því nokkrum dögum seinna fór þetta að bila aftur og hefur verið svoleiðis síðan!


Það er óþolandi að þurfa alltaf að vera með einhverjar leikfimisæfingar til að horfa á sjónvarpið!!!

Hvernig væri bara að Síminn sem auglýsir sig fyrirtæki með topp þjónustu og nýjustu tækni fara að standa við stóru orðin því þetta er ekki til að auka ánægju viðskiptavina fjandinn hafi það!!!!

 
At 12/5/06 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það sem mér finnst svo merkilegt er hvað Og1 var fljótur að taka við sér þegar Hive kom með sitt heimasímatilboð! Sýnir kannski helst hvað þessi stórfyrirtæki hafa efni á að kötta mikið niður hjá sér, EN gera það ekki fyrr en "nauðsyn krefur"

Þetta fer bráðum að minna mig óþægilega mikið á olíufélögin...don't get me started!

 
At 12/5/06 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ogvodafone eða bara Voðafónn var minn miðlari á undan HIVE ca 8000 kr á mánuði í umfram niðurhal en aldrei meira en 2000 kr hjá hive. svo fór ég með tvo gsm frá símanum til voðafóns & fullt af ókeypis fítusom með í því en í símanum var 10-11000 á mán (ekkert frítt) & 14-15000 kr hjá voða & sumt ókeypis??

 
At 12/5/06 10:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Styrmir,

Við skulum ekki gleyma einu, stærsta símafyrirtækið á Íslandi, Landssíminn, rekur eitt allra lélegasta þjónustuborð á Íslandi. Og þar breytir engu hvort miðað er við símafyrirtæki eða bakarí.

 
At 12/5/06 10:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú skalt líka spyrja þá hjá Hive hvernig þeir geti selt þér 8 mb tengingu á símalínuna þína sem væntanlega er frá símanum. Línan ber ekki svona mikið magn þannig að þú fengir aldrei þennan hraða sem þeir eru að tala um.

 
At 12/5/06 10:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég ætla ekki að segja hvað ég er að niðurhala miklu né félagar mínir en hef ekki fengið viðvörun síðan ég skipti yfir til HIVE. Var hjá OgVodafone og þeir voru fljótir að senda viðvörun við ekki einu sinni það miklu niðurhali. Einnig finnst mér þjónustuverið hjá þeim algjört rusl.

Annars er félagi minn með HiveMax, ég er með HiveMax heima hjá mér og borga svo fyrir HiveLite hjá ömmu minni ( er þar það oft að ég vill hafa nettengingu ) og svo eru foreldrar mínir með HiveMax, allar þessar nettengingar eru mjög stabílar. Það var fyrst smá vesen vegna gamalla smásía hjá mér og foreldrum mínum annars ekkert vesen. Þjónustuverið þeirra er líka gott.

Varðandi Landssímann þá er ég með Breiðbandið frá þeim ( og ekkert annað ) og mér finnst þjónustan hjá þeim hafa skánað mikið núna eftir áramót, þá meina ég í styttri biðtíma, og finnst starfsfólkið þar tiltölulega almennilegt.

Af þessum 3 líkar mér augljóslega best við HIVE og er að flytja heimasímann yfir til þeirra líka, en svo Landssímann og OgVodafone fær að koma lang aftast hjá mér þar sem þeir eru þeir einu sem ég hef heyrt að hafa gert eithvað í "ótakmörkuðu" niðurhali notenda og fyrir lélega þjónustu.

Og varðandi þetta Og1 þá skylst mér það einmitt það sama og net notandi að það hafi verið vegna þess að heimasími HIVE hafi ekki verið til á þeim tíma. Allavega eru þeir með MJÖG samkeppnishæfa verðskrá allavega fyrir mig ;)

 
At 12/5/06 10:59 f.h., Blogger Styrmir B. said...

Já, það er alveg stórmerkileg staðreynd, Atli Már. :)

Varðandi það sem einn benti á með truflanir í sjónvarpsþjónustu Símans, þá hef ég einnig orðið var við truflanir og hökt hjá Digital Íslandi. Ætli fyrirtæki erlendis leyfi sér að setja svona meingallaða þjónustu í almenna notkun eða er þetta einsdæmi á íslandi? Er svona auðvelt að mjólka úr okkur peningana með gallaðri vöru að þeir spá ekkert í gæðum vörunnar lengur, heldur bara því að selja snjallar lausnir á himinháu verði?

 
At 12/5/06 11:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Karrinn gefur frá sér einstakt rop. Hljómar eins og margir hraðir rámir smellir."

nýtt blogg komið í gagnið. Breyta því í tenglum NÚNA!! : www.rjupan.bloggar.is

 
At 12/5/06 11:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Förum aðeins út í þetta nánar. Ég er búinn að vera hjá Landssímanum alveg síðan ADSL kom fyrst á markaðinn. Í heil tvö ár hef ég ekki þurft að hringja upp í Landssíma, en hins vegar fyrir tveim árum hringdi ég upp í Landssíma og var vægast sagt lengi að fá afgreiðslu. Ég hef því miður ekkert slæmt að segja um Landssímann, þar sem ég hef ekki kynnst þjónustu- og biðtíma þeirra núna undanfarið.

Ég er hins vegar mjög sáttur við verðlag og þjónustuliði hjá Landssímanum. Ég er að borga 4.990 kr. á mánuði fyrir 2 Mb tengingu og 3 GB niðurhali. Ef ég væri hjá Og Vodafone með 2 Mb tengingu og 2 GB niðurhal, væri ég að borga 6.990 kr., sem er töluvert hærra en Landssíminn er að bjóða. En afmarkar þó að maður borgar ekkert meira en 6.990 kr., þó maður fari yfir 40 GB í niðurhali.

Ég er ekkert sérlega spenntur fyrir því að skipta um þjónustuaðila, þar sem hin fyrirtækin bjóða annað hvort betri þjónustu en hærra verðlag, eða verri þjónustu og lægra verðlag.

Strax og ég mun finna fyrir óþægindum hjá Landssímanum, varðandi tenginguna hjá þeim, mun ég skipta. En hvert, næsta skref er að komast að því. :)

 
At 12/5/06 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er hjá símanum, hef bara verið með eina tölvu á heimilinu en svo kom önnur tölva og það tók allt of langan tíma að tengja hana við þráðlausu nettenginguna sem ég er með. Ég hringdi og reyndi að fá hjálp hjá símanum en maðurinn sem átti að aðstoða mig sagði eftir smá tíma að hann gæti bara ekki hjálpað mér og svo skellti hann á.

 
At 12/5/06 12:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við erum hjá símanum og þeir eru alltaf voða almennilegir við mig þegar ég hringi og þeir vita alveg hvað þeir eru að segja. Við höfum tvisvar þurft að endurræsa rouderinn til að fá skjáinn upp sem er ekki oft og ekkert voða mál og við erum með 4 tölvur á heimilinu og allt í góðu með netið þar líka. Erum við bara heppin eða. Ég er allavega ánægð með símann eins og staðan er í dag.

 
At 12/5/06 12:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, ég er búinn að prófa alla þessa þjónustuaðila og ætla ég að byrja á að fjalla um Hive. Varð mjög spenntur fyrir þeim og sagði upp Ogvodafone tengingunni minni og fór til þeirra. Netið náði kannski að tolla uppi í 15 mínútur og þá datt það niður. Eftir 3 mánuði af símvirkjum 5 tegundir af routerum og endalaust magn af smásíum og 2 heimasíma þá ákvað ég að hætta þessu og færði mig til Ogvodafone aftur. Don´t get me wrong ég elska Hive þar sem þeir pressuðu á þá "stóru" að koma með ótakmarkað niðurhal (sem er ekki ótakmarkað,en samt skárra en 1gb). Seinna komst ég að því að símstöðin hjá heimili mínu er víst í mjög slöppu ástandi þannig að þetta er ekki alfarið Hive að kenna. EN svo er það enski boltinn sem að ég hafði mikinn áhuga á að fá en breiðbandið er ekki í götunni minni þannig að ég þurfti að fá mér tengingu hjá Símanum til að ná honum. Og þvílíkt drasl! Ég náði að horfa á 3 leiki á 2 mánuðum þar sem búnaðurinn var alltaf að frjósa og þegar ég hringdi í þjónustuverið þá beið ég í klukkutíma og loks þegar það var svarað var skellt á mig. Þá varð ég alveg brjálaður hringdi aftur og beið í klukkutíma og loks aftur svarað og skellt á mig. Þá sendi ég email til þjónustuversins og spurði bara hvar ég gæti skilað búnaðinum ásamt að útlista ástæðunum. Þurfti svo að borga uppsagnargjald fyrir allt heila klabbið. Er núna hjá Ogvodafone og ætla ekkert að fara að skipta aftur.

N.B. Hef þurft að hringja á næturnar í Ogvodafone og það hefur alltaf verið svarað þó það hafi verið mismikil hjálp í fólkinu sem svaraði en þá var hægt að láta tæknimann hringja í sig um morguninn og það hefur aldrei klikkað.

 
At 12/5/06 12:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Langaði bara að benda þér á það er ekki hægt að mæla svartíma í þjónustuveri með 1 hringingu, taka verður með í reikningin álagstíma (td þegar lokanir eru hjá samskipta fyrirtækjum, reikningar berast í hús o.s.f.v.)

Hvað varðar kunnáttu starfsmanna þá er það alveg fráleit hugmynd að þeir viti ekki hvað þeir eru að tala um. Þeir þurfa að fara öðruvísi í gegnum allar stillingar heldur en þú ert vanur útaf því að þeir verða að búast við að sá sem hringir sé ekki tölvuvæddur og gera ráð fyrir því að hann viti ekki hvað hann er að horfa á (eins og stór prósenta af v.v eru)

Verðlaggning hjá hverju fyrirtæki fyrir sig er að sjálfsögðu mismunandu milli fyrirtækja eins og þjónusta þeirra. Síminn td á og rekur lang flestar ef ekki allar samskiptalínur sem liggja hér um strendur Íslands. Hive og OgVodafone leigja þessar línur eða v.v leigir þessa línu af Símanum. Síminn bíður upp á mun fleiri samskipta möguleika heldur en nokkuð annað fyrirtæki á þessum markaði hér á landi. Svo við nefnum nú dæmi. NMT síma kerfið, samskiptalínur milli fyrirtækja (hraðari samskipti) einnig eru þeir með stærsta dreifikerfi fyrir gsm síma af öllum samskiptafyrirtækjum hér á landi


Vildi bara benda á að þetta gæti verið ástæða fyrir því Síminn er með hærri gjaldskrá fyrir suma liði í þjónustu sinni heldur en td OgVodafone

 
At 12/5/06 12:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fólk sé alltaf að skrifa undir engu nafni.
En allavega ég var að vinna hjá OgVodafone og var mjög sátt, það var einmitt hringt í mig núna einn daginn og verið að bjóða mér hjá HIVE og þetta heimasímatilboð. Ég sagði en þið eruð ekki með gsm er það ? Nei hún viðurkenndi það. Úr heimasímanum mínum hringi ég frítt í alla heimasíma, ég hringi frítt í gsmnúmer úr heimasímanum sem mér finnst mjög góður plús. Varðandi netið, þá hefur það aldrei klikkað, alltaf verið í toppstandi, auk þess sem maður færr 500mb frítt á sunnudögum, sem getur komið sér mjög vel.
Þegar maður byrjar hjá OgVodafone, eða þegar einhver hringir í þig og er að bjóða þér að koma yfir, þá bjóða þeir 1-2 mánuði frítt af internettenginunni, fríann mánuð varðandi heimasímann.
Þannig að ég held að fólk ætti núna að prófa bara að fara til allara í einhverja mánuði og svo taka það saman, hverjir eru bestir.
En samt ef þið pælið í því, þá kostar alltaf mest hjá símanum, því þeir geta boðið hátt án þess að einhverjir fari að kvarta, elda fólk er til dæmis mjög hrætt við að fara til annars fyrirtækis, því það treystir símanum.

 
At 12/5/06 12:23 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Einar,
ég er ekki að alhæfa með þessu eina símtali í þjónustuverin en þetta gefur þó skemmtilega sýn á aðstæður.
Og hvað varðar lokanir og útsenda reikninga, þá bað ég um beint samband við netþjónustu eða tækniþjónustu, þannig að þeir hafa lítið að gera með slíka þætti. Auk þess er ég nokkuð öruggur á því að lokanir fara ekki fram á þeim tíma sem ég hringdi (10:30).

 
At 12/5/06 1:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þvílíkt bull, Svartími við mennska rödd. Hvernig getur þú borið þetta saman. Þegar að þú hringir í 6 manna fyrirtæki á opnunartíma þá eiga þau að svara innan 4sek. hvernig var svartíminn hjá þeim eftir klukkan 17.00
Verð nú að segja þótt svo að það þetta fólk í þjónustuverinu hjá símanum sé oft bara að lesa að gátlista þá gengur þetta furðuvel hjá þeim. hef þurft að hringja í 8007000 og fengið góða þjónustu. en 3 mínútur er ekki mikið að bíða eftir sambandi. 100 userar á móti 50.000 notendum. bíð nú oft lengur í biðröð í Bónus.

 
At 12/5/06 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju hefur enginn minnst á að alltaf þegar Síminn undirbýður eitthvað þá er það kært og dæmt ólöglegt ? "Allur pakkinn" var t.d. eitthvað sem að Síminn kom með, en var dæmt ólöglegt og litlu eftir það kom OgVodafone með Og1.

(Fannst það bara eiga skilið að fá að fljóta með :-))

 
At 12/5/06 1:34 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Eins og einn þeirra fjölmörgu sem kjósa að skrifa ekki undir nafni benti réttilega á, þá er ekkert að marka svona stikkprufu á svartíma, enda sagði ég sem er að þetta var bara til gamans gert.

 
At 12/5/06 2:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er hjá Og Vodafone og ef vinnan væri ekki að greiða fyrir tenginguna væri ég löngu búinn að skipta í eitthvað annað.

Síðastliðin 2 ár hef ég flutt þrisvar með slatta mánuða millibili. Flutningurinn hefur aldrei tekið minna en 3 vikur, þeir segjast vera búnir að þessu eftir 4 daga en þá kemur alltaf eitthvað uppá. Jújú mistök gerast og allt það, en alltaf fæ ég sömu ástæðuna að netkortið sé ónýtt í símstöð.

 
At 12/5/06 3:04 e.h., Blogger Brynja said...

vá pólitík, prestar, fermingar og menning fær engin viðbrögð en internettenging slær öll kommentamet. maður ætti að fara að víkka aðeins "röflkassann" og taka inn fleiri málefni. Annars hætti ég hjá símanum aðallega út af glerfræsaða dagatalinu sem var í versluninni á laugarveginum (sem er nú lokuð). þoli ekki þegar það er gjörsamlega verið að sýna manni í hvað peningarnir "mínir" fara, prjál og punt á skrifstofunni - og ég garga.

 
At 12/5/06 3:14 e.h., Blogger Solla Gella said...

mér finnst það líka fyndið að síminn er alltaf að "minnka" sparileiðirnar einu sinni voru 1600mín ókeypis milli gsm síma, svo fækkaði þeim niður í 1200 og í dag eru mínúturnar 1000...
Klikkað líka að dial-up net skuli kosta einhvern 1300 kall á mánuði hjá símanum... ætti bara að vera ókeypis!

 
At 12/5/06 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er hjá Símanum og er ánægð þar fæ góða þjónustu þar þegar ég þarf á henni að halda og er með held ég allt sem þar er boðið uppá og held bara að þessar 1000 mínútur sem boðið er uppá í símavini ætti nú að vera hverri heilbrigðri manneskju nóg ath þetta eru rúmlega 30.mín á dag.
ÉG er líka með ADSL og sjónvarpið þar og hef ekki lent í neinu veseni með það frá því að það vara sett upp í byrjun nóvember. Hvorki með ADSL tenginguna né sjónvarpið.
Fólk þarf aðeins að velja og hafna hvað það er tilbúið að fara út í , ertu tilbúin að borga örlítið meira og fá það sem þú biður um eða láta í raun hafa þig að fífli

 
At 12/5/06 6:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf er það sama sagan með röflarana, ýkjusögurnar og vitleysisgamgnurinn er þvílíkur að menn stoppa ekki til að sjá bjálkann í eigin auga...

Ég hef starfað í nethjálp fyrir bæði landssímann og OgVodafone og get sgat ykkur að það fólk sem vinnur þessi störf er í flestum tilfellum ákaflega hæft fólk og allt af vilja gert að aðstoða viðskiptavina..

Ég ætla að koma með fullyrðingu hérna, fullyrðingu sem er komin til af reynslu minni af þúsundum bilana og vandræða fólks með nettengingar..

95% af þessum málum erum bilanir hjá fólkinu sjálfu, lélegar lagnir, snúru, síur vitlaust upp settar o.s.frv. þetta er einföld tölfræði sem starfsmaður hvaða internetveitu sem er getur staðfest.

-Þessi sem talaði um hvað það tæki langan tíma að flytja, þá get ég sagt viðkomandi að það er landssímisnn sem sér um alla flutninga og nýtengingar þar sem þeir eiga grunnnetið

- sá sem talaði um það að tengingar Vodafone og Hive væru einskonar lan tengingar var að tala með rassgatinu - Vodafone er með sínar eigin símstöðvar tengdar saman með ljósleiðurum, það eina sem þeir nota frá símanum eru koparleiðslurnar frá símstöðvunum og í húsin heima hjá fólki..

Þeir eru þar að auki að koma sér upp næstu kynslóðar IP kerfi sem margfaldar flutningsgetu og eru þeir fyrsta netveitan í heiminum til að nota það kerfi.


Hvað varðar mun á verði þá er voðalega erfitt að taka út einn þátt í verðskrá og alhæfa útfrá því hvort fyrirtækin séu samkeppnishæf þegar í boði eru margfalt hagstæðari tengingar hjá sama aðila..

Það er líka vert að benda á að hjá Vodafone þarf fólk ekki að vera með heimasíma til að fá ADSL, það er ekki hægt hjá öðrum - þannig að þeir þarna úti sem eru bara með heimasíma til að geta verið á netinu getið tekið þær 1400 krónur og mínusað af þegar skoðuð er verðskrá símans..

Helstu vælarar netheima eru tölvuleikjaspilarar, þar get ég upplýst að 80% þeirra vandamála er hægt að leysa í tölvum viðkomandi - annað vesen er álagstengt..

Stærsta vandamál netveitna á íslandi eru ofur downloadararni - þessir menn telja ca. 5 % af viðskiptavinunum en nota 95% bandbreiddarinnar..

Ég veit að ástandið er orðið þannig hjá símanum og vodafone að ef að þeir stækka tengingarnar sínar til útlanda þá tekur það 2 vikur að vera fullnýtt, menn downloada bara meiru og hraðar...

Ef ég réði hjá þessum fyrirtækjum þá myndi ég hiklaust reka þetta fólk úr viðskiptum, ég vil frekar hafa 5% færri viðskiptavini en ánægða heldur en að hafa þessi 5% en alla óánægða - því þessir menn trufla verulega netsamband hins venjulega notanda..

Og furðulegt nokk - þessi 5% eru líka þeir sem kvarta mest...

Ég hvet menn hérna til að líta í eigin barm og hætta að kenna öllum öðrum en sjálfum sér fyrir eigin ófarir..

menn ættu líka að þakka þeim sem stofnuðu íslandssíma á sínum tíma, því fram að því stjórnaði isnic bandbreidd til útlanda en með samkeppni jókst hún um 700% fyrsta árið.

Annars getið þið svosem haldið áfram að væla - á endanum verða allir hættir að hlusta á ykkur - ef þeir eru það ekki nú þegar

góðar stundir

 
At 12/5/06 7:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært comment, tek undir allt sem kemur þarna fram.

 
At 12/5/06 7:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

A.t.h. Landsíminn á ekkert skylt Símanum.
Landsíminn varð Tal sem síðar varð ogVodafone og eins og allir vita þá eru Síminn og ogVodafone stærstu samkeppnisfélög í símaþjónustu á Íslandi.

 
At 12/5/06 7:45 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Ég held að þú sért að tala um Íslandssíma, gunnar. Landssíminn ER síminn.

 
At 12/5/06 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst bestur þessi moli með lærða fólkið og 24/7 þjónustuna. Þegar maður hringir inn og vil þjónustu virkar það eins og fólk sé á fullu við að spjalla á MSN eða gera eitthvað allt annað en að hlusta á mann. Þeir eru reyndar farnir að svara manni á innan við hálftíma núna þessi grey. Hjá Og Vodafone svaraði mér ekki kjaftur þegar ég var tengdur hjá þeim. Þess vegna fór ég til símans. En góð pæling hjá þér sem á fyllilega rétt á sér.

 
At 12/5/06 10:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Finnst þetta komment Nonnans lykta rosalega af nethjálp voddafokk. Gaman samt að það sé búið að benda mafíunni á þetta...

 
At 12/5/06 11:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú mátt kenna mig við hvern þann sem þú vilt... en ég get upplýst þig um það að ég er löngu hættur svona vinnu - vanþakklátara starf er vandfundið... þökk sé besservisserum eins og þér..

Hver heldur þú að nenni til langframa að vinna við það að aðstoða fólk sem þykist vita allt betur en þú sjálfur?

Þú getur svo þakkað vinum þínum hjá ogvoddafokk að þú ert ekki ennþá að stela þínum bíómyndum á 512 kb/s tengingunni þinni á gamla candat strengnum til ameríku.. því það er ca. það sem þú værir að gera ef ekki væri til almennilegt mótvægi við landssímann..

[Ósmekklegum og ómálefnalegum fávitaskap hefur verið eytt úr þessari færslu af eiganda bloggsins. Að öðru leyti er færslan óbreytt.]

 
At 13/5/06 12:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Þú skalt líka spyrja þá hjá Hive hvernig þeir geti selt þér 8 mb tengingu á símalínuna þína sem væntanlega er frá símanum. Línan ber ekki svona mikið magn þannig að þú fengir aldrei þennan hraða sem þeir eru að tala um."

hahah þvílíkt rugl. Hive er með sitt eigð grunnkerfi, adsl 2+ sem gerir þeim kleift að bjóða þér meiri hraða. Fólk er að synca á 8/12 mb hraða ef það er með HIVE. Línan sem þeir nota úr símstöð og inni í hús ber það fylliega.

Know the facts áður en þú bullar

 
At 13/5/06 12:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kæri netnotandi ...

Eina fyrirtækið á íslandi sem á eitthvað sem heitir grunnkerfi er Landssíminn, það eru þeir sem eiga koparkerfið sem tengir þig við næstu símstöð...

Þú getur verið fullviss um það að Hive er ekki búið að leggja nýtt koparnet í öll hús á íslandi heldur leigja þeir notkun á koparkerfi landssímans..

Þeir eru heldur ekki með neinar símsstöðvar, heldur kaupa þeir alla sína þjónustu af fyrirtæki sem heitir First Mile - sem rekur stöðvar í plássi þar sem þeir kaupa aðstöðu í símstöðvum landssímans.

ADSL+ er ekkert annað en önnur tegund korta í téðum stöðvum og búa bæði landssíminn og vodafone yfir sömu tækni.. notar síminn þessa tækni m.a. til að senda út sjónvarp á ADSL og munu Vodafone gera það sama seinna á þessu ári.

Þau auglýsa hinsvegar ekki téðan hraða vegna þess að sökum þess hvernig ADSL virkar þá geta þeir ekki boðið öllum sínum notendum þennan hraða þar sem það er ekki hægt ef fólk er mikið meira en 3 kílómetra frá næstu símstöð.. þetta er tilkomið vegna þeirra takmarkana sem koparkerfið veldur.

Þú getur treyst því að það nákvæmlega sama gildir hjá Hive - eðlisfræðilega er því ekki möguleiki á að þeir geti boðið 8 mb hraða nema til hluta sinna viðskiptavina og er eina ástæðan fyrir því að síminn og vodafone bjóða ekki þennan hraða sú að þeir vilja ekki auglýsa vöru sem þeir geta svo bara afhent hluta sinna viðskiptavina

 
At 13/5/06 3:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég spila leiki á netinu (Warcraft3) og svo er fjölskyldan auðvitað á LAN og notar tengingunna líka, og það er ekkert mál að fara yfir 40GB múrinn sem Ogvodafone er búin að steypa á snúrunna hjá manni, og höfum við alveg nokkrum sinnum farið yfir það, og nú hefur maður ekkert gott samband til útlanda fyrr en eftir klukkan 01:00 á miðnætti og þá loksins getur maður spilað warcraft3 að viti, og ég er alls ekki sáttur með það (það á að vera gott samband 24/7).

Ég væri mjög svo til í það að skipta yfir í Hive og fá 100Gb vegg (og eiga í litlum vandræðum að spila warcraft3). Mér finnst þetta ekki vera þess virði að vera að púkka út peningum fyrir tengingu sem getur ekki einusinni leyft manni að hafa samskipti við útlönd án tafar. Og já þetta með að kenna sæstrengnum alltaf um er byrjað að vera ekkert smá þreytandi.

Já og svo í sambandi við þessi fyrirtæki og þessa díla sem er verið að bjóða þeim, það er alveg verið að stunda það útum allan bæ að hala að sé efni á þessum háhraðatengingum sem er verið að bjóða fyrirtækjum uppá, sem auðvitað kæfir sambandið til útlanda og svo á maður að líða fyrir það.

Mér finnst að það ætti frekar að herja að fyrirtækjunum, og ekki lýða það að hala niður efni sem kemur fyrirtækinu
ekkert að gagni. Setja tappann í fyrirtækin ekki einstaklingana. Engin furða að maður þarf að bíða til klukkan verður 01:00-09:00 til að geta spilað almennilegan leik, því það er nú sá tími sem normal vinnandi fólk er sofandi! (ég er í vaktavinnu þannig sólarhringurinn er alltaf í óreglu)

 
At 13/5/06 2:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Já og svo í sambandi við þessi fyrirtæki og þessa díla sem er verið að bjóða þeim, það er alveg verið að stunda það útum allan bæ að hala að sé efni á þessum háhraðatengingum sem er verið að bjóða fyrirtækjum uppá, sem auðvitað kæfir sambandið til útlanda og svo á maður að líða fyrir það."

Átt þú að líða fyrir það??? þú ert hluti af vandamálinu - hvað heldur þú að þú sért að gera þegar þú ferð yfir 40 GB??

Kynntu þér svo skilmála Hive t.d. þar er notkun forrita eins og t.d. bittorent bönnuð - en fólk brýtur það að sjálfsögðu

 
At 13/5/06 11:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hefurðu reynt að ná í 118 eftir að hún varð ja.is algjört helvíti!!!

 
At 14/5/06 3:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja.

Ég var hjá OgVodafone (Vegna þess að þeir keyptu út fyrirtækið sem ég var hjá fyrir og mjög ánægður með (Aknet) og um leið og þeir tóku við, byrjaði tengingin mín að detta út á hverjum degi, hætta að virka án viðvörunar eða ástæðu, eða dragast niður í nær stopp, og í HVERT SKIPTI sem ég hringdi í "faglærða fólkið" þeirra fékk ég alltaf sömu svör, að það væri annaðhvort eitthvað að tölvunni minni, eða lan snúrunni. Á endanum fékk ég 12 mánaða samningnum sagðan upp eftir 3 mánuði vegna þess að þeir stóðu sig ekki við sinn hluta og fór til Símans.

Ogvodafone er ömurlegt. Síminn er fínn.

 
At 14/5/06 1:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja ... mig langar að svara smotteríi hérna líka :)

"Opið allan sólahringinn sure.. en þetta fólk sem er að svara í síman hjá Simanum veit nátturulega ekki neitt þetta er bara eikkað fólk sem er með reynslu af kassastörfum í 10-11."

-Ég get fullvissað þig um það að fólkið sem sér um að svara í símann hjá Símanum hefur reynslu og þekkingu á sínu sviði og í flestum tilfellum þá er þetta faglært fólk.

"Opið allan sólahringinn.. sure en þetta fólk sem er að svara hjá Símanum veit nátturulega ekki neitt.. eina reynslan sem tengist tölvum hjá þessu fólki er MSN.. og þaug gætu einusinni ekki kent þér að breyta um font."

-Bendi þér á svarið sem ég skrifaði hér að ofan og bæti því við að enginn hjá Símanum myndi benda þér á hvernig þú ættir að breyta um font þar sem það kemur þjónustunni ekkert við. Þinn partur með að eina reynslan þeirra sé MSN ... ertu með heimildir fyrir því ? Ef þú telur þig geta unnið betur en þau ... sæktu þá um starf hjá þeim og finndu fyrir einu því vanmetnasta starfi sem til er ... en það eru störf í svokölluðu "Tech Support"

"Þú skalt líka spyrja þá hjá Hive hvernig þeir geti selt þér 8 mb tengingu á símalínuna þína sem væntanlega er frá símanum. Línan ber ekki svona mikið magn þannig að þú fengir aldrei þennan hraða sem þeir eru að tala um."

-Jú þú færð þann hraða .. með þeirri tækni sem til er í dag að þá er ADSL2+ bara nýrri útfærsla á ADSL staðlinum .. sá staðall notar hærri tíðnir og getur borið meiri gögn eða allt að 25mbit En það kemur á móti að gæði línunnar skipta meira og meira máli þar með talið gæði lagna innanhúss.

"ég er hjá símanum, hef bara verið með eina tölvu á heimilinu en svo kom önnur tölva og það tók allt of langan tíma að tengja hana við þráðlausu nettenginguna sem ég er með. Ég hringdi og reyndi að fá hjálp hjá símanum en maðurinn sem átti að aðstoða mig sagði eftir smá tíma að hann gæti bara ekki hjálpað mér og svo skellti hann á."

-Ég efast stórlega um að manneskjan hafi skellt á þig ... nema þú hafir verið með óþarfa dónaskap. Að vinna með þráðlaus net er rosalega erfitt því það er svo margt sem þarf að horfa til. Hér eru nokkrar staðreyndir um þráðlaust net.
Þetta eru radio tíðnir sem eru notaðar ýmis tæki geta truflað svo sem þráðlausir heimasímar , allskyns þráðlausir móttakarar og sendar. Svo geta járnabindingar í húsum og aðrir routerar í nærliggjandi húsum truflað.

"hahah þvílíkt rugl. Hive er með sitt eigð grunnkerfi, adsl 2+ sem gerir þeim kleift að bjóða þér meiri hraða. Fólk er að synca á 8/12 mb hraða ef það er með HIVE. Línan sem þeir nota úr símstöð og inni í hús ber það fylliega.
Know the facts áður en þú bullar"

-Jahá ... ég held að þú sért sá sem þarft að kynna þér staðreyndir. Það er aðeins eitt grunnkerfi á íslandi og Síminn á það. Það er vegna þess að það er í löggjöf síðan Síminn var stofnaður sem Póstur og Sími að Öll hús á Íslandi skuli hafa símalínu.
Síminn heldur uppi þessu verki og leigir svo út línurnar til hinna fyrirtækjanna.
Einsog ég sagði áðan að þá er ADSL2+ ekkert annað en nýr staðall á gömlu ADSL tæknina sem vinnur á hærri tíðni og gerir símalínunni kleift að bera meiri hraða en því hærri tíðni sem er notuð því óstöðugri verður línan.

 
At 5/6/06 10:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ætlarðu ekkert að blogga frændi? - gretar

 

Skrifa ummæli

<< Home