fimmtudagur, apríl 06, 2006

Hötum hatarana.

Eflaust muna einhverjir pósti sem hefur ferðast um internetið síðan 2004 og sýnir lítinn dreng mgð handlegginn við bíldekk. Þetta var myndasyrpa sem var ýmist send sem einstaka myndir, myndband eða PowerPointskjal og skv. upplýsingum sem fylgdu var verið að refsa drengnum fyrir að stela brauðhleif. Sjáið þetta hér.
Fyrir það fyrsta var nokkuð ljóst að ekki var allt með felldu þar sem upprúllað teppi studdi við hönd drengsins. Ef ég væri að fara að refsa einhverjum með því að keyra yfir höndina á viðkomandi myndi ég ekki setja teppi undir höndina svo hann rispaði sig ekki á malbikinu. Svo hefur eigandi síðunnar sem sýndi þessar myndir upphaflega sagt að þetta hafi ekkert með refsingu að gera, heldur hafi þetta verið götuatriði þar sem fólk var að reyna að verða sér úti um peninga.
Textinn sem sést í upphafi myndbandsins er svo fordómafullur að ég gæti gubbað. Og ég gæti líka gubbað af gremju vegna alls fólksins sem trúir þessu og hatar jafnvel heilan trúarhóp út af svona lygi.

----------

Spáum aðeins í nokkrum hlutum:

Þegar gyðingur safnar skeggi er það í samræmi við trú hans
...en þegar múslimi gerir það er hann öfgamaður og hryðjuverkamaður.

Þegar nunna hylur sig frá toppi til táar er það til að helga sig guði sínum
...en þegar múslimakona gerir það er það vegna þess að hún er kúguð.

Þegar vestræn kona er heimavinnandi er hún virt vegna þeirra fórna sem hún færir fyrir fjölskylduna og heimilið
...en þegar múslimakona gerir það, þá þarf að frelsa hana.

Hvaða stelpa sem er getur farið í skóla íklædd því sem hún vill því það er hennar réttur og frelsi
...en þegar múslimastúlka er í Hijab er henni meinuð innganga.

Þegar barn helgar sig viðfangsefni hefur hann von um bjarta framtíð
...en þegar hann/hún helgar sig Íslam, þá er hann/hún vonlaus.

Þegar Kristin manneskja eða Gyðingur drepur einhvern er hvergi minnst á trú, en ef múslimi er ákærður fyrir glæp er það Íslam sem fer fyrir rétt.

Þegar vandi steðjar að þiggjum við allar lausnir. En ef lausnin liggur í Íslam, neitum við að líta á hana.

Þegar einhver ekur góðum bíl á slæman hátt kennir enginn bílnum um
...en þegar múslimi gerir mistök eða gerir öðrum illt, þá segir fólk að Íslam sé ástæðan.

Án þess að skoða og kynna sér Íslam trúir fólk bara því sem blöðin segja.


_______________________________________
Og nú nokkrar misgagnlegar staðreyndir:

Jörðin er eina plánetan sem ekki heitir eftir heiðnum guði.
Fyrsta varan til að bera strikamerki var Wrigley's tyggjó.
Það er ekki hægt að brjóta blað saman oftar en sjö sinnum.
Vænghaf Boeing 747 þotu er lengra en fyrsta flug Wright bræðra.
Epli eru mun betri en koffín til að vekja þig í morgunsárið.

6 Comments:

At 6/4/06 5:00 e.h., Blogger Sirra :) said...

Akkúrat! Það eru einmitt fleiri dæmi sem þú getur nefnt sem fjalla einmitt um það að fólk kynni sér aldrei báðar hliðar :) Fyrsti stafurinn er B***********R :)
Góð skrif b.t.w

 
At 6/4/06 7:16 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Þakka, annars á ég ekki heiðurinn af textasmíðinni. Þýddi bara og stílfærði.

 
At 6/4/06 7:18 e.h., Blogger Styrmir B. said...

...þ.e. upptalninguna.

 
At 7/4/06 9:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HEYR HEYR....

 
At 7/4/06 9:42 e.h., Blogger Gullanna Parker said...

hehe snillingur...

 
At 8/4/06 11:44 f.h., Blogger Brynja said...

þetta er nefnilega svo satt... einfaldar staðreyndir en svooooooooo réttar.

 

Skrifa ummæli

<< Home