mánudagur, apríl 26, 2004

Smá nostalgía

Ég sló inn „DrumaTix“ á leitarvél um daginn og var að gá hvort einhver talaði um mig á vefnum. Þá fann ég tilvitnun í brjálæðiskast sem ég tók einusinni á commentakerfi Betu Rokk þar sem var verið að ræða um þau ummæli meðlima Bríetar að vændi væri greidd nauðgun. Ég gef sjálfum mér orðið:
„BWLARGH!!! Það er svo margt ljótt sem ég gæti sagt um þetta hyski í Bríet. Borguð nauðgun!?!?!? Þessar síblæðandi, klofloðnu, kynsveltu og lesbísku pirringsdrottningar komast upp með að segja svona kjaftæði vegna þess eins að þær eru kvenréttindasamtök og sögunnar vegna þorir enginn að mótmæla þeim. Þetta er oftúlkun og ýkjur hjá Bríetkvendunum. Vændi er ekki borguð nauðgun frekar en að smásala er greiddur þjófnaður. Þessar móðursjúku, vænisjúku og veruleikafirrtu kerlingabeyglur fella þarna dóm yfir öllum þeim sem hafa vændi að atvinnu og hafa jafnvel gaman af. Ég skal fallast á að þetta sé greidd nauðgun ef stúlkunni hefur verið rænt eða er haldið nauðugri og menn greiða þeim er heldur henni peninga fyrir kynlíif. Og jú, ég skal jafnvel seilast svo langt að kalla það greidda nauðgun ef kona er djúpt sokkin í rugl og menn nýta sér bágbornar aðstæður hennar til þess að geta haft við hana mök fyrir pening. En þó myndi ég frekar kalla það kynlíf af illri nauðsyn. Ekki nauðgun. Þessar ofstopafullu fasistatíkur komast upp með svona djöfulsins kjaftæði í skjóli málstaðar sem þær oftúlka og misnota. Þær skrumskæla góð markmið á svo skelfilegan hátt að sómafólk eins og ég ræður ekki við sig og æpir upp öll þau fúkyrði sem það kann við það eitt að heyra minnst á Bríeti. Bríet er hrúðurkarl á hinu mikla skipi kvenréttindaframfara og sá tími mun koma að þær verða skafnar af. Framkoma þeirra og rökfærsla er smánarleg og heldur aftur af framförum frekar en hitt.“

Já, þar höfum við það. En í guðanna bænum sleppið því að brjálast á mínu kommentakerfi yfir þessum ummælum. Stormurinn gekk yfir á kommentakerfi Betu.
Ég hef ekkert á móti jafnrétti en ég hef mikið á móti ofstopa, rangfærslum og misrétti.
Og þegiði svo.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home