laugardagur, október 16, 2004

Skátastuð

Ég er ekki viss um að ég vilji senda börnin mín í skátana þegar að því kemur að ég eignast þau. Ég var að ferðast um netið í leit að söngtextum fyrir brúðkaup móður minnar og rambaði inn á heimasíðu Hraunbúa. Þar fann ég dýrðina, tilbúna söngbók upp á um 200 blaðsíður sem ég þurfti bara að prenta út og mæta með á morgun. Nú þegar ég er búinn að eyða skóglendi, bleki og tíma í að prenta bókina út er ég að lesa hana yfir. Rak þar augun í eitt lag sem heitir Bláar Aravísur og textinn er eftirfarandi:

Hann Ari er fíkill
hann er áttræður sýkill
með eistu svo ungleg og kær.
Hann kengríður konum,
sem kætast með honum,
er sullar hann sæði í þær.
Hann hættir að spyrja
þegar hórurnar byrja
að koma þeim stinna í stuð.
Því að þrátt fyrir elli,
þá heldur hann velli,
og brundar með belli í skuð.



Kannski eru þessir textar bara ætlaðir elstu skátunum en þetta er aðgengilegt öllum á netinu og þeir eru eflaust margir litlu skátarnir sem hafa hlaðið þessu niður og byrjað að syngja um brund og hórur. Ég las áfram og fann eitt sem heitir Bláir Draumar - Dýrið gengur laust. Þar fer ekki fyrir náungakærleiknum og umburðarlyndinu. Eða hvað haldið þið?

Bubbi Mortens er hommalegur
enda er barnahomminn vinur hans.
Getur verið að hann sé hommi,
komd'úr felum, bjóddu strákunum dans.

Barnahommi er hann Megas,
til Tælands fór hann að fróa sér.
Notfærir sér fátækt lítilla drengja,
fyrir pening þeir leyf'onum að ríða sér.

Bubbi, Megas, Hörður-Torfa,
eru saman að rúnka sér.
Einn togar í tippið á öðrum,
og treður því svo inn í rassinn á sér.

Út í Köben Hörður-Torfa
við banabeðið syrgir gamla gæjann sinn.
Brýnir ljáinn, leggst á magann,
og fær hann á bólakaf í rassinn sinn.

Bubbi, Megas ...,


Ég las áfram og renndi í gegnum fullt af góðum lögum og reyndi að pikka þau upp og átta mig á laglínunum. Byrjaði svo að lesa eitt og leita í skátaminningunum mínum eftir laglínu: „Ég vildi að ég væri tófutittlingur, ég vildi að ég væri tófutittlingur..“ Dúbídúbdídú... Nei, það hringdi engum bjöllum svo ég las áfram í þeirri von að átta mig á laginu: „...þá myndi ég taka tófuna og trukk'ana undir rófuna. Ég vildi að ég væri tófutittlingur.“ Dommdído... Nei, bíddu... Ha? Ég las áfram:

Hæ, hó babiddi bú,
þetta vild'ég vera nú.
Hæ, hó, babbiddi bú,
þetta væri gott að vera nú,
að vera nú.

Ég vildi ég væri barnamorðingi.
Þá myndi ég taka krakkana,
og bíta þá á barkana.

Ég vildi ég væri kátur kettlingur.
Þá mundir þú kæra kyssa mig,
og kjassað gæti ég við þig.

Ég vildi ég væri fagur fugl á grein.
Þá myndirðu heillin hlusta á mig,
og hjalað gæti ég við þig.

Ég vildi ég væri silfurrefaskinn.
Þá myndi ég hlýtt um hálsinn þinn,
hjúfrast daginn út og inn.

Ég vildi ég væri varalitur þinn.
Þá mundi ég við munninn þinn
minnast daginn út og inn.


Hvaða sjúki bastarður semur svona lög? Veeá. Þetta er eiginlega verra en vísur um brund, mellur og barnaníð. Voðalega sætt um tófutittlinga og kettlinga eina stundina og áður en maður veit af er verið að bíta börn á barkann og ríða litlum dýrum í rassgatið. Ég yrði kengruglaður ef ég væri smáskáti að syngja þetta.
Og auðvitað er þarna úrval af lögum Sverris Stormskers sem eru tvíræð í meira lagi og sum segja meira en önnur:

María og Anna eru að kanna
útför í flippaðra stöff.
Þær hugs'um að pæl'í að hætta að dæl'í
sig stöffi sem ekki er töff.

Þær leigja sér greni í guðanna bænum
en gjöldin þeim ríða á slig,
þó rúmhelga daga frá 12 til 12 taki þær stórt uppí sig.

Þær hríðblautar eru í holunni sinni,
þær hristast og aka sér fram
og aftur. Það verður að ger'uppí götin
svo geti þær keypt sér gramm.

María og Anna dýrka hann Danna
sem dílar með þetta og hitt.
Hann hyglar þeim sopum af húsmæðradropum.
-- Þeim er víst svo illa við spritt.

Í bælinu pælandi, dælandi, svælandi
smæla þær tælandi,
um sæluna þvælandi, við hvor'aðra gælandi,
vælandi, ælandi.

Þær meinaða, allt er svo meiriháttar,
svo mergjað, svo far át.
Þær fíl'allt svo heví, svo fríkað og speisað,
þær flissandi skríkja: Nei Vá!

Þær húkka oft bíla'eftir böllin í harðindum
og bjóða þá kaffi og kex,
sem endar svo meððí þær innfyrir bjóð'onum,
-- aksjón sem segir sex.

Dropunum rignir'innum rifurnar stöðugt
og rýmið er feiki nóg.
Og María og Anna, þær gera fátt annað
en góla: ah ah æ Ó!


Og svo lagið um Tyrkja-Guddu, einnig frá Stormskerinu.

Gudda hún gólaði og stundi,
glennt sér í bólinu undin.
Hún tottaði í elli,
tyrkneska belli,
uns belgurinn fylltist af brundi.

Gudda hún ...

En Hallgrímur hló bara og orti,
hafð'ekki vit á því sporti.
Heyrð'ekki gólin
með hangandi tólin.
Hitt og þetta hann skorti.


Ég fann ekkert meira í þessum dúr í þessari fyrstu lesningu. Kannski leynist meira þarna, ég þori ekki að fara með það.

Ég kann að meta góða klámvísu endrum og eins, þannig að ég ætla ekki að setja mig í eitthvað siðferðisdómarasæti. En ætli þeir prenti þetta út og dreifi á ylfingafundum? „Jæja, krakkar. Flettum nú upp á lagi númer sjö. Þessu um manninn sem ríður litlum strákum. Já, akkúrat Stebbi minn. Þú ert líka lítill strákur eins og þeir í laginu. En hafðu engar áhyggjur. Þeir verða að vera tælenskir. Wu-Chin minn, ekki gráta. Hann vill þig ekki, því þú ert feitur og feitt fólk er ógeðslegt eins og við sungum um í laginu áðan. Jæja, allir saman nú...“

miðvikudagur, október 06, 2004

Blogg um bækur og fleira

Ég er heilmikið fyrir að lesa góðar bækur. Ég vil vera viss um gæði bókarinnar áður en ég byrja svo ég les yfirleitt bara bækur með áhugaverðri kápu, bækur sem einhver hefur bent mér á eða þá bækur úr sama bókaflokknum (sem ég hef dottið inn í vegna fallegrar kápu eða meðmæla). Discworld bækurnar eru bókaflokkur sem ég þreytist aldrei á að lesa. Terry Pratchett er víðlesnasti núlifandi rithöfundur Bretlands og hefur skrifað hátt í 30 bækur sem gerast í Discworld, sem er flatur heimur borinn á baki fjögurra fíla sem standa á bakinu á risaskjaldbökunni A'Tuin sem lallar um fjölheiminn (ekki alheiminn) í rólegheitum. Þetta hljómar eflaust furðulega í eyrum (augum?) sumra en það vekur kannski meiri furðu að persónur bókanna eru nornir, vampírur, uppvakningar, dvergar, tröll, talandi hundar, varúlfar, órangútanar og jafnvel Dauðinn djálfur. Þegar ég byrjaði að lesa þessar bækur var ég nokkuð skeptískur en ákvað að láta slag standa þar sem fleiri en einn höfðu mælt með bókunum hans við mig. Og svo eru þær með svo fallegar kápur. Eitt af því dásamlega við bækurnar er hve skrautlegir allir karakterarnir eru (fyrir utan að vera af svo mörgum tegundum og gerðum). Ef það er lögfræðingur, þá er hann uppvakningur. Bókavörður háskólabókasafnsins er órangútan sem rífur handleggina af fólki sem kallar hann apa, vampírurnar hafa dásamlegan v-talanda og margar þeirra eru edrú og hafa skipt blóði út fyrir kaffi. Ein þeirra, Otto, fékk sér nýtt áhugamál, ljósmyndun, sem hefur áhugaverðar afleiðingar þegar flassið kemur:

‘And when you’re ready, Otto?’ said William, turning round.
‘If the dvarfs vould just close up a bit more,’ said Otto, squinting into the iconograph. ‘Oh, zat’s good, let’s see the light gleam on those big choppers ... trolls, please vave your fists, zat’s right ... big smile, everyvun...’
It’s amazing how people will obey a man pointing a lens at them. They’ll come to their senses in a fraction of a second, but that’s all he needs.
Click.
WHOOMPH.
‘...aaarghaaarghaaarghaaaaagh...’

Svo gleymum við ekki spéhrædda "ljótakallinum" (boogie man) sem þorir ekki að koma undan rúmi eða stól nema enginn sé að horfa og banshee (keltnesk kvenvofa sem boðar feigð með væli sínu) sem er málhölt og rennir því bara miða undir hurðirnar hjá fólki sem á stendur "aaaoooooooh!"

Terry Pratchett hættir aldrei að koma á óvart og bækurnar hans eru hver annarri betri. Ég gleymi mér algjörlega yfir þeim og hlæ svo upphátt eins og fáviti því það er einmitt eðli bókanna. Þær eru alveg óstjórnlega fyndnar. Oft eru það hlutirnir sem hann segir ekki sem eru svo fyndnir og stundum er það hvernig hann snýr söguþræðinum eða einstaka atriðum svo margfalt upp á sig að maður getur ekki annað en hlegið þegar maður les til enda. Það síðasta sem fékk mig til að skella upp úr var þegar ég sat í dag og las í annað sinn bókina Men at Arms:

[Colon talar] "[...] Reminds me of the drill sergeant we had when I was first in the army."
"Tough, was he?" said Nobby, lighing a cigarette.
"Tough? Tough? Blimey! Thirteen weeks of pure misery, that was! Ten-mile run every morning, up to our necks in muck half the time, and him yelling a blue streak and cussin’ us every living moment! One time he made me stay up all night cleaning the lavvies with a toothbrush! He’d hit us with a spiky stick to get us out of bed! We had to jump through hoops for that man, we hated his damn guts, we’d have stuck one on him if any of us had the nerve but, of course, none of us did. He put us through three months of living death. But ... y’know ... after the passing-out parade ... us looking at ourselves all in our new uniforms an’ all, real soldiers at last, seein’ what we’d become ... well, we saw him in the bar and, well ... I don’t mind telling you..." The dogs watched Colon wipe away the suspicion of a tear. "...Me and Tonker Jackson and Hoggy Spuds waited for him in the alley and beat seven kinds of hell out of him, it took three days for my knuckles to heal." Colon blew his nose. "Happy days..."

Frúin mín hristir eflaust hausinn yfir öllum þessum tilvitnunum. Ég er alltaf að reyna að lesa upp úr þessu fyrir hana, flissandi eins og bjáni, og henni finnst þetta yfirleitt hreinlega ekkert fyndið. "Hei, Lillý. Detritus tröll, sem var að læra að telja, er að öskra á nýliða í borgarvaktinni og sagði: "This is your club with a nail in it. You will eat it. You will sleep on it! When Detritus say Jump, you say ... what color! We goin’ to do this by the numbers! And I got lotsa numbers!" Hahaha, hann er svo heimskur og fyndinn!" Og Lillý mín, svo þolinmóð og yndisleg, gefur mér smá bros og "já, elskan mín, þetta er rosa fyndið." og heldur svo áfram að læra. Ég veit að henni finnst þetta ekkert fyndið, nema þá kannski að henni finnist ég skondinn í þessum endalausu tilraunum mínum til að troða þessu upp á hana. En ég veit að ef hún fengist til að lesa eina svona bók myndi hún hlæja með mér.

Eru ekki einhverjir hérna sem hafa lesið bækurnar hans Terrys og geta hlegið með mér? Eða eru viljugir til að lesa eina slíka?

-----

Jæja, nóg um það. Ég var að fá mér nýjan síma. Ég fékk hann sem skaðabætur eftir misheppnaða viðgerð Landssímans á gamla símanum mínum. Ég átti Nokia 6310i sem var afskaplega fínn sími. Stór og fallegur, erfitt að týna honum og nokkuð laus við það sem ég taldi á sínum tíma óþarfa aukahluti.
Áður en ég held lengra ætla ég að nefna að ég er líklega Íslandsmeistari í rövli og tuði. Þ.e. þegar ég tek mig til. Ég legg það ekki í vana minn að láta vaða yfir mig og sæki rétt minn hiklaust þegar ég finn tilefni til. Ég er þessi týpa sem finnst ekkert sérlega leiðinlegt að standa í leiðindum.
Nújæja, ég fór með símann minn í viðgerð þrisvar sinnum á stuttum tíma. Var orðinn nokkuð pirraður og staðráðinn í því að ef þriðja viðgerðin bæri ekki árangur myndi ég fara fram á nýtt eintak af þessari týpu. Í símanum mínum geymdi ég ógrynni gagna. Yfir þrjúhundruð símanúmer og alls kyns punta og minnisatriði, lykilorð og fleira í þeim dúr. Þess vegna passaði ég mig ávallt á því að taka sérstaklega fram við hverja viðgerð að afar áríðandi væri að öll gögn skiluðu sér aftur. Þegar ég fékk símann úr þriðju viðgerðinni var hann gjörsamlega tómur. Þegar ég kveikti á símanum í Símabúðinni brást ég við með klassísku "þú ert að grínast, ekki satt?" og þegar mér var tjáð að þetta væri fúlasta alvara þakkaði ég fyrir mig og fór heim, enda enginn yfrimaður á staðnum þá stundina. Ég beið í um klukkustund og hringdi svo. Aumingja maðurinn sem varð fyrir svörum mun eflaust aldrei svara aftur í síma. Ég hélt honum í óratíma í símanum þar sem ég neitaði að taka gilda hverja þá skýringu hann kom með. Ég hef sjálfur þurft að spinna upp ótal afsakanir fyrir léleg vinnubrögð á versktæði fyrirtækis sem ég vann eitt sinn hjá og þekki öll brögðin. Þegar hann hafði lofað mér að ganga í málið beið ég en hringdi þó reglulega í Símabúðina til að vera með almennt ónæði og rövl og bað alltaf um samband við þennan sama mann. Á endanum voru Símamennirnir farnir að leita í ruslinu að RF-spjaldinu (sem var það sem skipt var út og innihélt öll gögnin) úr símanum mínum svo þeir gætu losnað við mig. Allt kom fyrir ekki og ég hélt áfram að sækja á þá því í mínum huga er það prinsipp að fyrirtæki geti ekki bara riðlast svona á manni og sent mann heim. Ég vildi bætur. Og þær fékk ég á endanum. Einn yfirmaður í þessari Símabúð, öðlingspiltur, ákvað á endanum að leyfa mér að velja mér nýjan síma í skaðabætur. Ég valdi mér Nokia 6230 og gekk himinlifandi á vit nýrra tíma með myndavélasíma og alla hugsanlega fítusa.

Það hlakkar ekkert í mér yfir þessu en þetta var í mínum huga smávegis sigur fyrir mig og hina litlu mennina. Allt of oft finnst mér verslunarrekendur og fólk almennt í þjónustuiðnaði líta svo á að það sé að gera viðskiptavininum greiða með því að þjónusta hann og selja honum vöru. Að við eigum bara að vera þakklát fyrir að mega versla þarna og ættum ekki að vera að væla neitt yfir gallaðri vöru eða lélegri þjónustu. Þegar ég hef staðið á rétti mínum sem neytandi hefur mér yfirleitt verið vel tekið og fengið þær leiðréttingar eða bætur sem ég átti skilið. Það held ég að sé að mestu vegna þess að ég hvika hvergi og forðast að vera með dónaskap, enda er nóg af dónum í umferð nú þegar.

Það gerist of sjaldan að fólk stendur á rétti sínum. Ég veit ekki hvort þetta er algengara hér á Íslandi en annarsstaðar en mikið vildi ég sjá þetta breytast.
Standið á rétti ykkar. Þið vinnið samviskusamlega fyrir þeim peningum sem þið verjið í vöru og þjónustu og þeir sem selja ykkur þjónustu og vöru væru ekki í rekstri ef ekki væri fyrir ykkar viðskipti. Munið það.



...og orðið varð blogg.