þriðjudagur, apríl 20, 2004

Nýtt reiðiblogg á nýjum vef

Jæja, ágæti bloggheimur. Nú gerist það. Ég ætla að blogga. Aftur... Það sem rekur mig aftur að bloggborðinu er spurning sem ég stóð frammi fyrir um daginn þegar ég var staddur á HM-kaffi á Selfossi:

Ná neytendalög ekki yfir skemmtistaði?
Ég eyddi páskunum semsagt í bústað með Lillý og nokkrum gestum sem litu við yfir helgina. Á sunnudagskvöldinu datt okkur í hug að kíkja yfir á Selfoss og skoða lífið þar. Við keyrðum þangað og fórum á HM-kaffi (minnir mig að það hafi heitið) og settumst þar inn að hlusta á ansi fína lókal hljómsveit, Mistur. Við sátum og skoðuðum allt það sem er venjulega að finna á flestum skemmtistöðum: Áfengisdauða ellilífeyrisþegann, korteríþrjú-náungann sem reynir við þær allar, bjórdansarann sem tímir ekki að sleppa bjórnum þegar hann dansar og rennbleytir sig, ásamt fleiri kostulegum karakterum. Lillý fór á barinn og keypti fyrir okkur drykki. Hún fékk sér bjór og keypti hana mér tvöfaldan malibú í appelsínusafa. (Það er VÍST drykkur fyrir karlmenn). Nújæja... hún kom til baka og dásamaði hvað verðið á barnum væri fínt. Bjórinn kostaði hana 500 kall, minnir mig, og karlmennskudrykkurinn minn kostaði 750. Við vorum hæstánægð með verðið og töldum þetta vera kosti sveitapöbbamenningarinnar að vera ekki settur á hausinn í hverri barferð. Ég tók til við að drekka drykkinn minn eins og lög gera ráð fyrir og fylgdist á meðan með Lillý og Rögnu, systur hennar, á dansgólfinu. Ég var svo upptekinn við að fylgjast með þeim og öllum öðrum að ég tók ekki eftir því þegar glasabarnið átti leið hjá og tók drykkinn minn, sem ég var ekki búinn að klára. Ég varð vitaskuld ekki sáttur, enda var eftir vænn sopi í glasinu.
Áður en ég held lengra í frásögninni er rétt að átta okkur á staðreyndunum. Lillý er afskaplega falleg stelpa og aðlaðandi bæði í fasi og útliti. Ég, á hinn bóginn, er illa rakaður og með bjórvömb. Sá sem seldi henni drykkinn var karlmaður og nýjasta sögupersónan, STÚLKAN sem seldi mér drykkinn minn er, jú, kvenkyns.
Jæja, ég fór að barnum og gaf mig á tal við stúlkuna sem nú hafði tekið við afgreiðslunni á barnum. Ég byrjaði á því að nefna það við hana að glasabarnið þeirra væri heldur ákaft, þar sem það hefði fjarlægt drykkinn minn áður en ég kláraði úr glasinu. Ég benti henni á þetta á vinsamlegu nótunum, enda var þetta ekki henni að kenna. Henni virtist samt vera algjörlega sama um þessar raunir mínar og ég ákvað að panta mér nýjan drykk. Ég bað um það sama og áður og rétti henni kortið mitt. Svo fékk ég kortakvittunina. 1.100 krónur. ELLEFUHUNDRUÐ KRÓNUR! Ég sagði henni að þetta væri ekki verðið sem ég hefði fengið síðasta drykk á og svarið hennar var einfalt: „Þetta er verðið.“ Ég ítrekaði að þetta hefði sko ekki verið verðið fyrir stuttu og hún gaf mér sama svar. Vitaskuld var ég bálreiður en þarna var ég kominn með drykkinn í hendurnar og búinn að borga. Ég gat ekkert gert annað en að setjast og drekka þennan fokdýra drykk.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu og ég veit að ég er ekki sá eini. Það er eins og skemmtistaðir séu staddir í Villta Vestrinu, þar sem hinn langi armur laganna, eða öllu heldur neytendasamtakanna, nær hreinlega ekki inn. Ég hef verið á Nelly's þar sem þeir hafa auglýst allt á barnum á hálfvirði og svo borgar maður fullt verð fyrir allt sem er ekki kranabjór. Ég er nú þannig að það er sama hve drukkinn ég verð, ég tapa ekki rænunni á því hvenær mér er riðið í rassgatið peningalega, en baráttuviljinn þverr þó með hverjum sopa. Á ótal skemmtistöðum hef ég verslað drykki á allt að helmingi hærra verði en stúlkan við hliðina á mér og í hvert einasta skipti sem ég hef staðið í röð fyrir utan skemmtistað sem kostar inn á hef ég þurft að greiða meðan sumar stúlkur væla eitthvað um að vera svo peningalitlar og vesælar að þær eigi ekki fyrir miðanum sínum og húppsa! -inn fara þær!

Hvað er helvítis málið? Ég er kannski ekki tilbúinn til að sjúga tittlinginn á einhverjum dyravörðum og barþjónum en fjandinn hafi það, ég er alveg jafn góður viðskiptavinur og stúlkurnar sem fá allt á betri kjörum og ég bara því þær líta betur út í flegnum bol en ég! Það er engin lygi að flestir svona barþjónar og dyraverðir halda að þeir höstli alveg svakalega ef þeir eru góðir við stelpurnar. Það ganga ógurlegar sögur um einhverja dyraverði sem bítta á ballmiðum og blowdjobbi, en nú er kominn tími fyrir veruleikasjokk.

Númer eitt: Líkurnar á því að þið lendið í svoleiðis ævintýri eru einn á móti fimmtíuþúsund. Hættið að reyna. Þessar stelpur gera bara grín að ykkur fyrir að vera svona miklir aular að gefa þeim einhverja sérmeðferð. Þær munu ekki koma fram í dyr þegar líður á ballið og segja: „Hei, þú varst ekkert smá indæll að hleypa mér frítt inn. Viltu koma í bíó á morgun?/Viltu koma inn á klósett með mér?“ Sama gildir um ykkur barþjónana. Þær munu ekki hanga við barinn og skiptast á blikki við ykkur því þið selduð þeim ódýrari bjór en sköllótta manninum við hliðina á þeim.
Númer tvö: Ef stelpa er tilbúin til að framkvæma kynferðislegan greiða fyrir ballmiða eða ódýran bjór, hvar liggja þá mörkin? Hvaða drjóla afgreiddi hún yfir daginn fyrir landann sem hún hellti í sig áður en hún kom á ballið. Hver fékk hjá henni hömmer (ekki bílinn, heldur hitt...) fyrir að skutla henni á ballið? Og hversu mikill fáviti er dyravörðurinn þá að kæra sig um að hún handfjatli á honum tólin eftir þetta alltsaman?

Hættið þessu rugli, rukkið alla við dyrnar, látið alla greiða sama verð fyrir drykkina sína og þá kannski getið þið látið ykkur dreyma um hærra kaup í staðinn fyrir að fara heim og rúnka ykkur eftir vaktina yfir draumum um stelpuna sem hefði kannski, bara kannski svo mikið sem íhugað að koma við sprellann á ykkur í skiptum fyrir afsláttinn sem hún fékk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home