mánudagur, apríl 10, 2006

Séra og séra

Það er talsvert rifist hér í bæ þessa dagana um réttmæti þess að valnefnd Keflavíkurprestakalls mælti ekki með sr. Sigfúsi B. Ingvasyni í embætti sóknarprests eftir 13 ára starf sem aðstoðarsóknarprestur. Bæklingum er dreift í hús og auglýst í fréttamiðlum þar sem fólk er beðið að skrifa undir mótmæli á netinu. Það eru auðvitað nokkrar hliðar á öllum málum. Ég held að stærsti áhrifavaldurinn sé pólitík. Sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sem valnefndin mælir með, er sonur herra Ólafs Skúlasonar, fv. biskups íslands. Sr. Skúla vantar sárlega vinnu þar sem hann missir brátt þá stöðu sem hann gegnir nú á Ísafirði í afleysingum fyrir sr. Magnús Erlingsson.
Málið er samt ekki svona einfalt. Þannig vill til að Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, lætur af störfum vegna aldurs í janúar nk. Eins heppilegt og það er, þá er kona sr. Skúla sýslumaður á Ísafirði og með því að flytja þau hjón hingað er búið að leysa bæði presta- og sýslumannsþörfina hér í bæ. Gefur auga leið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home