þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Íslenskir stafir í sms-um

Síðan ég eignaðist Nokia síma með íslensku stýrikerfi fyrir þó nokkrum árum hefur mér alltaf gramist það sérstaklega að sms sem ég sendi úr honum koma til viðtakanda sem tóm þvæla. Þ.e. að þ og ð breytast í allt aðra stafi. Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að þessi vandi sé búinn að vera svona lengi til staðar án þess að vera leystur og því ákvað ég að senda Símanum e-mail þar sem ég óskaði skýringa. Eftir talsverðan þvæling og útúrsnúninga vísuðu þeir málinu frá sér og sögðu að þau gætu ekki útskýrt vandann fyrir mér og ég yrði að tala við Hátækni, sem flytur inn Nokia síma.
Ég hringdi og það kom á daginn að vandinn er bundinn við Nokia síma og verður aðeins leystur ef Síminn notar Unicode stafasett í stað hins hefðbundna. Það ylli því að hámarksstafafjöldi í sms skeytum fellur niður í um 70 stafi og þess vegna hafa þeir ekki gert þetta. Nokia er víst að vinna að einhvers konar uppfærslu til að laga þetta skv. starfsmanni Hátækni. Auk þess sagði hann mér að einhverjir Nokia símar breyti þó þ í t og þar fram eftir götunum og smsin verði því minni þvæla.

Það sem hann benti mér þó á sem lausn finnst mér skammarlegt að starfsfólk Símans viti ekki og miðli til viðskiptavina sinna sem lenda í þessum vanda:
Til að íslenskir stafir birtist í smsum sendum úr Nokia síma er nóg að skrifa Ý í upphafi skeytisins. Það er allt og sumt. Þá birtist það nákvæmlega eins og þú skrifar það. Ég prófaði þetta og það svínvirkaði. Látið mig vita ef einhverjar undantekningar eru.

8 Comments:

At 21/2/06 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur ekkert tékkað á því hvort þetta gildi um sony-ericson síma líka?

 
At 22/2/06 9:55 f.h., Blogger Styrmir B. said...

Þeir vilja meina að þetta sé ekki vandamál í SonyEricsson.

 
At 22/2/06 5:29 e.h., Blogger Hrappur said...

ég sendi úr Nokia í SonyEricsson og það munaði helling á því að hafa Ý fyrir framan

 
At 22/2/06 5:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er með sony ericsson k750i og þetta er líka svona hjá mér.. þ.e.a.s. að stafafjöldinn í sms'unum hrynur niður ef ég nota séríslenska stafi..

virkar þetta ý dæmi líka fyrir ericsson eða ? og eruði þá bara að meina að byrja hvert sms á ý ?

 
At 22/2/06 8:07 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Mér skildist á Hátækni, sem flytur inn Nokia, að þetta virkaði í þeirra símum. Ég veit ekki með aðra. Sjálfsagt að prófa.
Þá semsagt að byrja hvert sms á Ý.
En ef þinn vandi er að geta ekki skrifað íslensku stafina yfirleitt í smsin, þá þarftu að virkja þá. Þegar þú ert í smsi smellirðu á "meira" og ferð þar í "sérstafir" og velur "virkja".

 
At 22/2/06 11:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vertu nú ekki að bögga símann, þeir sendu þig þó á réttan aðila..

 
At 23/2/06 8:32 f.h., Blogger Styrmir B. said...

Það er enginn frípassi frá böggi að vísa mér á réttan stað. þeir væru algjörlega vanhæfir ef þeir vissu ekki hver flytur inn Nokia. Sjálfsögð þjónusta.

 
At 13/7/06 8:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er með NOKIA síma og þetta er frábær umræða (ef einhver frá Hátækni eða NOKIA sér þetta :-| ). Síðan er það líka að framkalla íslensku stafina. t.d. á 6021 símanum vill ég nota 'ð' þá þarf ég að skrolla í gegnum á takka [3]:
d e f 3 è é ê ë ð (9 slög til að fá [ð]!)

Nú er ég búinn að stilla símann minn á íslensku! Af hverju þarf ég þá til að fá [ð] að fara framhjá [è] [ê] og [ë] SEM ERU EKKI ÍSLENSKIR STAFIR! Afsakið, missti aðeins stjórnina á mér þarna!

Best væri að síminn minn lærði á mig og raðaði stöfum eftir stafaröðina sem er á viðkomandi takka þannig að á eftir stafaröðinni kæmu viðkomandi tala og íslensku stafir (eða hvaða sérstafur/tákn sem er) í tíðniröð, þ.e. fyrst sá stafur sem ég hef notað oftast og svo koll af kolli!

Matti...

 

Skrifa ummæli

<< Home