laugardagur, febrúar 04, 2006

Þoliggi!

Ég þoli ekki að Fréttablaðið berist mér seint eða ekki um helgar. Mér væri alveg sama ef þetta snerist bara um þessa helgi eða síðustu tvær. En hér erum við að tala um á þriðja mánuð. Ég hringi reglulega og sleppi mér í símsvarann sem tekur við svona símtölum um helgar. Ég hálf vorkenni þeirri manneskju sem fer í gegnum símsvarann á mánudögum.
Ég þoli ekki að Landssíminn sé að fara að loka verslun sinni í Reykjanesbæ. Eins mikið skítaþjónustufyrirtæki og Landssíminn er, þá hefur verslunin hér yfirleitt reynst mér vel og ég veit að svo er líka með aðra. Þeim finnst greinilega ekki nóg að vera með lélegustu símsvörunarþjónustu á Íslandi, heldur vilja þeir líka vera með verstu persónulegu þjónustuna.
Ég þoli ekki að Landssíminn og önnur símafyrirtæki hér á þessu skeri séu ekki búin að koma því í kring að hægt sé að senda íslenska stafi í smsum. Íslensk stýrikerfi í farsímum hafa verið í notkun í rúmlega hálfan áratug. Hver er sofandi í tæknideildinni?
Ég þoli ekki hljóðið sem heyrist þegar maður skrifar með krít á töflu. Ég get hreinlega ekki kennt í stofum með krítartöflum. Mér finnst eins og það sé verið að stinga títuprjónum í sálina mína.
Ég þoli ekki hvað ég er alltaf hugmyndalaus þegar ég ætla að blogga.

4 Comments:

At 4/2/06 5:16 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Er bara að prófa commentakerfið hérna...

 
At 5/2/06 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held ég skipti bara líka, nema ef einhver nenni að kenna mér að búa til síðu, en ég held það sé hrikalega tímafrekt :(

 
At 5/2/06 2:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Uss, ég kann ekki alveg á þetta, þetta var semsagt Kristín sem kommentaði hér fyrir ofan.

 
At 13/2/06 11:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

tilviljun? þú þolir ekki hitt og þetta en ég þoli þig ekki!

 

Skrifa ummæli

<< Home