sunnudagur, febrúar 19, 2006

Rúst! Óheppin, Birgitta...

Já, vilji þjóðarinnar hefur verið kunngerður með símakosningu. Í nýafstaðinni úrslitakeppni íslenska júróvisjónbrjálæðisins vann Silvía Nótt með 70.190 atkvæðum af rúmlega 100.000. 70% eru nú ekki svo slök sneið af kökunni, sérstaklega þegar 14 aðrir voru í partíinu. Regína Ósk, sem lenti í öðru sæti, fékk 30.018 atkvæði og Friðrik ómar sat eftir með 9.942 atkvæði í þriðja sæti.
Þegar atkvæðin fóru ekki lengra yfir hundrað þúsund en svo að kynnarnir létu sér nægja að segja „rúmlega 100.000 atkvæði“, þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hve mörg atkvæði voru eftir handa þeim sem ekki fengu nægilega mörg atkvæði til að heyra nafnið sitt svo mikið sem nefnt undir lokin. Meðal þeirra voru ágætis flytjendur og aðrir síður góðir, svo sem dansandi drengurinn með óræðu kynhneigðina, útvatnaða gömlukarlarokkið og svo auðvitað síbrosandi sætabrauðsrjómabollan okkar allra, Birgitta Haukdal.
Hvað varð eiginlega um vinsældir hennar? Sveinn Rúnar hélt eflaust að hann væri að kaupa sér farmiða til Aþenu með því að splæsa í Birgittu til að flytja lagið Mynd af þér en annað kom svo sannarlega á daginn. Birgitta hefði allajafna hirt hvert einasta smákrakkaatkvæðið ef ekki hefði verið fyrir Silvíu Nótt. Birgitta gerði það í síðustu undankeppni sem hún tók átt í og bjóst líklega við að gera það sama núna.
EINVÍGI ÁRSINS minnir mig að DV hafi kallað þetta. Þeir reyna auðvitað að mikla alla mögulega hluti til að selja þennan skeinipappír sinn, en eflaust héldu það margir. Kannski hélt Birgitta líka að nú yrði aldeilis slagur um atkvæðin. En nei... Birgitta fór heim með andlegan kúk í hárinu og kannski hundrað atkvæði. Óheppin.

74 Comments:

At 19/2/06 1:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það hefði ekki skipt neinu máli hver hefði farið í þessa keppni, bara ekki neinu máli, allar gelgjur þessa lands kusu Silvíu og það er ekki hægt að keppa við þær, það er svo einfalt.

 
At 19/2/06 7:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Try talking sense to a fool and he calls you foolish. - Euripides

 
At 19/2/06 9:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

39 ára og kaust silvíu... það vantar eitthvað í topstikkið þitt. ég er aðeins 27 ára og sé slæmuhliðina yfirgnæfa þá góðu við að senda hana Regina ósk átti skilið að fara, ekki eitthvað helvítis sjálfshylli lag hjá charecter sem er barnalega skiluru, og hreinmey skiluru, bólugrafna fíflið itt.... meina þetta er það sem þú fílar... hafðu rúmfjörið private og hættu að tjá þig. takk

 
At 19/2/06 10:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

EG er lika 27 ara, og myndi nu segja ad eg væri komin af mestu gelgjunni... en malid er bara ad ef ad tad hefdi verid svo mikid sem pinulitid varid i eitthvad af hinum logunum, ta hefdu tau kannski att einhvern sens, en tad verdur bara ad segjast eins og er ad eg hef aldrei vitad annad eins safn af leidinlegum logum. Til hamingju Island! :)

 
At 19/2/06 10:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú sem ert 27 ára. Ekki vera að reyna að fara með úr textanum hennar Silvíu Nóttar ef þú kannt hann ekki einu sinni. Hún talar um að hinar tíkurnar séu bólugrafnar en hún er hreinn-æ!!!! ekki hrein mey. Við vitum öll að Silvía Nótt er ekki hrein mey. Og það að aðeins allar gelgjur landsins hafi kosið hana getur ekki verið rétt! það eru ekki 70.000 gelgjur á landinu! Ég kaus hana. Ég var í partý hjá fullorðnu fólki og það kusu hana líklega svona 70% þeirra!! Ekki vera svona leiður yfir þessu. Get over it! þetta er fyndið!

 
At 19/2/06 10:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já til hamingju Ísland með það að hafa loksins kjark til að gera svolítið grín af þessari sykursætu júrovision ógeðshátíð,núna hlakkar manni virkilega til í fyrsta skipti á ævinni að horfa á þetta

 
At 19/2/06 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

AHahaha.. aldrei séð neitt comment sem hefur bragðast jafn biturt eins og hjá honum Bjarna.

 
At 19/2/06 10:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

atkvæðin voru ekki 100.000. heldur hátt í 200.000.

 
At 19/2/06 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bjarni, þú ert eins og fíflin sem ákvöddu að senda síðasta lag...sem komst ekki í gegnum niðurskurð.

Væminn og leiðinleg lög vinna aldrei, ALDREI !!! fólk man eftir því hvernig showið var, og hvort lagið var eitthvað annað en svona ástarkjaftæði, því að þau lög falla alltaf bara inní hópinn. Það eru frábrugðnu lögin sem vinna þetta !!!

Og Silvía er MJÖG svo frábrugðin, þannig að hún á eftir að komast langt ef hun fær að gera það á sviðinu sem hún vill.

 
At 19/2/06 11:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heiða...says:

Sko Silvía Nótt er einfaldlega bara langbest það þarf ekkert að fara tuða um það þeir sem finnast hún ekki góð þá er það bara þeirra skoðun ég meina þau eru bara AULAR því að það var silvía nótt sem komst áfram ekki eitthvað væl sem var þarna í undankeppninni!! haha þeir sem eru að tuða yfir því að silvía nótt átti ekki að fara áfram eru baa aular!!

 
At 19/2/06 11:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Regína stóð þarna eins og tröllskessa á meðan Silvía hreyfði sig eitthvað. Núna hlakkar mér til að horfa á þetta Eurovision drasl ^^

 
At 19/2/06 11:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En hvernig er það, syngur hún þetta á ensku þegar á hólminn er komið eða íslensku? Þeir sem skilja ekki íslensku fatta ekki húmorinn á bak við lagið (sem er fáranlega mikil persónudýrkun á sjálfum sér) og þá er þetta steindautt frá byrjun!!

En gott mál að hún vann, þá eru bara tveir kostir í stöðunni; annaðhvort verður hún Íslandi til skammar og við munum aldrei aftur þora að senda annað lag í þessa annars hundleiðinlegu keppni eða hún, með sínum karakter, bendir á hversu ömurleg, skilurru, þessi keppni er orðin og hún verður lögð af... either way, we win!

 
At 19/2/06 11:44 f.h., Blogger Styrmir B. said...

At 19/2/06 10:31 AM, Anonymous said...

atkvæðin voru ekki 100.000. heldur hátt í 200.000.


Skv. kynnunum á hátíðinni og fjölmiðlum voru atkvæðin „rúmlega 100.000“.

 
At 19/2/06 12:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha... sko þetta eru nu ekki bara gelgjurnar sem kusu hana Silviu ;).. Ég er 15 ára og ég kaus hana, mamma min er 42 og hun kaus hana, hef heirt mömmu meirað sega tala við sistur sinar og vonkonur sinar um hana og að þetta se eina lagið sem gæti eithvað úti.. Þannig ég mundi nú frekar sega að þið sem kallið þetta ''allar gelgjurnar'' þá held ég að það seu frekar þið sem eruð svo húmorslaus og bara getið ekki tekið svona grín inná ykkur.

 
At 19/2/06 12:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það sé loksins komin tími á að Ísland sendi eitt svona ,,fáránlegt" lag það er löngu komin tími til ...
og þó svo að fólkið skilji ekki textann þá er það ,,showið" sem fólk man eftir og þetta er grípandi lag ..
það verður bara gaman að sjá hana þarna =)

 
At 19/2/06 1:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æji maður hélt að það væri ekki til svona mikið hálvitum á íslandi en þeir virðast skv. þessu vera hátt í 70 þús. Fólk er ekki alveg fatta að þó að landanum finnist Silvía flott og fyndin þá verður ekki það sama uppá teningunum í aðalkeppninni. Ég veit ekki betur en það hafi tekið landann all langan tíma að "fíla" kelluna og hef ég ekki trú á að hún sigri evrópu á viku.. Maður getur þá huggað sig við það að dettur út í undankeppninni..

 
At 19/2/06 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fyrir utan það þá var þetta ekki söngvakeppni í gærkveldi heldur vinsældakeppni.. en svona er lífið víst... sucks !! ;=)

 
At 19/2/06 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Persónulega kaus ég ekki Silvíu og finnst Regína hefði átt að fara en ég hef ekkert á móti Silvíu því að showið hennar var snilld. Aftur á móti finnst mér enska útgáfan af laginu heldur slöpp og það fellur töluvert vegna þess að mínu mati.

 
At 19/2/06 1:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gelgjur smjelgjur ég er 33 ára og finnst að það sé löngu komin tími á karakter einsog Sylvíu hérna í okkar þröngsýna samfélag,hún gerir grín að öllu sem heitir tízka og trend og bendir á hvursu eigingjörn við erum í okkar sjálfhverfa lífi sem velflestir (reykvíkingar) telja að einskorðist við 101 ég meina komon...hún er snillingur þessi háðfugl.
She is making fun of YOU not herself.Go sylvía...rústessu´dæmi

 
At 19/2/06 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

og er júróvisjón sjálft ekki bara vinsældarkeppni?

 
At 19/2/06 1:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Birgitta sprengdi confetti sprengju á sviðinu sem var búið að banna henni að gera og var í reglum keppninar að væti bannað og hún var dæmd úr keppni samstundis.

 
At 19/2/06 1:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Regína með bleikar augabrýr?!! hún var nú bara að reyna að vera eins töff og Silvía ..og það heppnaðist næstum.. fékk um 30.000 atkvæði... sem er samt ekki helmingur þeirra atkvæða sem Silvía fékk.
Amma mín og Afi sem eru 70-80 ára eiga einn GSM og heimasíma og þau kusu Silvíu 10 sinnum.. Mamma sem er 57 kaus hana bara x3 og ég (23 ára) x5..
Íslendingar eru sérvitrir og skrítnir, það er staðreynd. Nú fáum við tækifæri á að sýna Evrópu að við erum ekki heilalausir fiskar sem fylgja bara straumnum... við þorum að vera öðruvísi!!
Áfram Silvía Nótt!!!!!!!

 
At 19/2/06 1:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er sko ekki búið að þýða lagið,þýðingin sem birtist á b2.is var bara einhver gaur að leika sér

 
At 19/2/06 1:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rugl. Fyrst að Íslenska þjóðin gat ekki haft vit á því að senda Botnleðju á Evróvision með snilldar lagið sitt "Júróvísa" afhverju í andskotanum erum við þá að senda Silvíu sem er með hreint út sagt hræðilegt lag. Hefðum betur átt að hætta við alltsaman þegar það lá fyrir hverskonar skíta lög íslenskir lagahöfundar lögðu í þessa "keppni"

 
At 19/2/06 2:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Má til með að pósta komment á þessa umræðu. Ég hef alveg frá byrjun staðið í þeirri trú að nú væri lag.....lag til þess að gera eitthvað nýtt og ferskt. Við erum komin með hundleið á hvítum fötum og væmnum lögum. Við erum komin með leið á að gleymast um leið og framlagi okkar lýkur á stóra sviðinu og við erum komin með leið á því að vera ALLTAF eins. Þessi undankeppni sannaði íhaldsemina í okkur. Öll, ÖLL lögin að einu undanskildu voru gamlar uppskriftir sem fólk, í sinni veiku von, heldur að virki þetta árið. Ég hét sjálfri mér að fylgjast ekki meira með júróvísjón ef að Silvía Nótt yrði vísað úr keppni. Miðað við hefðina sem greinilega er að skapast í kringum þessa keppni hér á landi, partý í öllum húsum á kvöldinu sjálfu þá þakka ég guði fyrir úrslitin í gær. Við vitum að Wig Wam krydduðu keppnina í fyrra með sinni snilldarframkomu og grípandi lagi - Silvía Nótt fer alla leið og ég er viss um að hennar lag á tvímælanlaust eftir að hljóma í eyrum margra, ekki bara Íslendinga. Sama hvernig úrslitin fara þá er þetta það lang skynsamlegasta í stöðunni - því við skulum ekki gleyma því að árið 1999 stóð ríkisstjórnin með skítinn í buxunum yfir því hvernig sú úrslit færu. Við erum ekki með burði til þess að halda þessa keppni hérlendis. Silvíu Nótt í 2.sætið og ég verð sátt :)

 
At 19/2/06 2:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig væri það nú efþú myndir bara taka þessar heimskulegu hugmyndir þínar og fara með þær eitthvert annað! Silvía fór út einfaldlega útaf því að lagið hennar var best!! öll hin lögin voru einfaldlega leiðinleg og asnaleg sem hefðu ekki komist útúr flugvélinni í Aþenu! Það að Silvía Nótt fari út er snilld afþví að það hefur alltaf þurft einhvern frá Íslandi að fara út og sýna öllum heimsbúum hvað þessi asnalega keppni er mikið prump... ´Þannig að ég held að þú ættir aðeins og róa þessa tíðaspennu þína, skipta um túrtappa og stein halda kjafti!

 
At 19/2/06 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehe þið eruð spes:) það er nú bara rugl að vera eitthvað að rífast um svona:) þetta er bara svona atriði sem á eftir að vera mjög minnistætt sem er bara gaman:)

 
At 19/2/06 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

erum ekki með burði til að halda þessa keppni? Hvernig færðu það eiginlega út, þessi keppni hefur ekki alltaf verið haldin í tugþúsunda manna höllum, mér sýnist nú nokkrir staðir koma til greina í Rvk og svo er bara hægt að nota eitthvað af símapeningunum :) En þið sem eruð svona fúl yfir að Sylvía vann, er það útaf því að þið takið ykkur svona alvarlega, eða takið þið þessa keppni svona alvarlega? Ef við áttum einhvern tíma möguleika á að vinna þessa keppni þá er sá tími liðinn, þetta er orðinn balkan popplaga keppni þar sem að eitthvað sker í norðri sem fáir vita um, mun ekki sigra, aldrei! Þess vegna er bara flott að senda svona grín (en samt gott lag) til að fokka í þessu liði. Og ég vil sjá hana syngja þetta á íslensku og gefa þeim the finger þarna í evrópu

 
At 19/2/06 2:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Ísland með að þora loksins !!! Við runnum á rassgatið þegar við gátum sent frábært atriði með Botnleðju og þá hélt ég að okkar Júróbotni væri náð en, viti menn !! Það er þá ljós eftir allt !!!! Silvía rústar þessu dæmi.... Frábært !!!

 
At 19/2/06 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

alveg sammála seinasta ræðumanni...þessi keppni er bara rugl...balkanskaga löndin henda titlinum á milli sín eins og bolta, og til að fá svona eina sendingu frá þeim verður maður að senda eitthvað sem fólk tekur eftir og gleymir ekki...og fólk er ekki að fara að gleyma þessu atriði...ég meina gellan er þvílíkt flott og er á g-streng uppá sviði að dansa og syngja flott lag...aðeins meiri líkur á að fólk kjósi það heldur en einhverja óperusöngkonu sem er liggur við steypt oní gólfið með nokkra gelda óperusöngvara bakvið sig...TIL HAMINGJU ÍLSAND

 
At 19/2/06 2:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er fólk að röfla um að þetta sé glatað lag, þetta er mest spilaða lag á skemmtisöðum í bænum og það taka allir undir og missa sig á gólfinu þegar það er spilað
Til hamingju ísland með að silvía fæddist hér :)

 
At 19/2/06 2:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Johnny B says

Hahahahaha, Að fólk haldi að Sylvía nótt fái einhver atkvæði í eurovision. Greyið hún Sylvía og þessi litli brandari hennar mun varla fá nema einhver örfá sympathy votes. Hún er léleg söngkona og conceptið er slakt. Það er verst hvað allir eru heilaþvegnir af hennar ágæti.

 
At 19/2/06 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

leggjum bara niður eurovisjon og seljum RÚV.
Idolið er miklu betra.... ;)

 
At 19/2/06 3:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hef ekki horft á Eurovision í mörg ár, hreinlega geri sjálfri mér það ekki að hleypa þessu almenna ógeði inn um mín eyru í fleiri tíma! En ég sagði fyrir undankeppnina að ef Silvía færi áfram skyldi ég sko láta mig hafa það að horfa á keppnina frá upphafi til enda.
Og ég geri það, bara í þetta sinn, með glöðu geði!
Flott Silvía Nótt!!
Þeir sem eru ósáttir við úrslitin eru annað hvort bitrir og húmorslausir - eða þekktu einhvern af hinum keppendunum og grenja yfir því að hann/hún hafi ekki farið áfram!
Það er nógur tími til að taka þátt með þessum lognmolluástarviðbjóðislögum sem renna inn um annað og út um hitt án þess að vekja athygli svo hinir keppendurnir geta bara verið með aftur á næsta ári :D

 
At 19/2/06 3:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

At 19/2/06 1:10 PM, Anonymous said...

Gelgjur smjelgjur ég er 33 ára og finnst að það sé löngu komin tími á karakter einsog Sylvíu hérna í okkar þröngsýna samfélag,hún gerir grín að öllu sem heitir tízka og trend og bendir á hvursu eigingjörn við erum í okkar sjálfhverfa lífi sem velflestir (reykvíkingar) telja að einskorðist við 101 ég meina komon...hún er snillingur þessi háðfugl.
She is making fun of YOU not herself.Go sylvía...rústessu´dæmi


Þetta er svo mikið vit í þessu!!! og held að fólk fatti hana ekki ..
ég skil ekki af hverju fólk er að tuða yfir því hvað lagið er ömurlegt og hvað Silvía er asnaleg og allar gelgjur fíla hana en viti menn hún fékk 70.000 atkvæði sem sýnir að það eru ekki aðeins gelgjur sem vil hana í keppnina heldur er það þjóðin, eins og nokkrir hafa sagt að ömmur og afar hafa kosið hana :) mér finnst það svo mikil snilld og eldra fólkið er greinileg með meiri húmor fyrir þessu en annað fólk sem er að tjá sig hér en er samt töluvert yngra.
Það er samt til í því eins og einhver sagði að það hefði tekið landann tíma að fíla hana, persónulega fannst mér hún ömurleg þarna í fyrstu auglýsingunum en svo var/er hún ógeðslega fyndin og þvílík leikkona !!
þannig það er pínu spurning hvort eigi eftir að fíla hana en eitt er víst að það á eftir að muna eftir henni!

 
At 19/2/06 3:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er einsgott að hún fari þarna út og frussukúki framan í þessa keppni.

 
At 19/2/06 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska þegar fólk skilur ekki húmorinn á bak við Silvíu Nótt og verður allveg brjálað! Það er allt í lagi að senda hana út í þessa keppni A.T.H eurovision er ekki heilög!

 
At 19/2/06 3:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Áfram Silvía

 
At 19/2/06 4:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta finnst mér bara fyndið, þetta helv rifrildi um hver HEFÐI átt að fara, ég meina það er búið að kjósa, sylvía fer... svo er nú kominn tími til að hætta þessarri endalausri runu af leiðinlegum lögum... og það eru ekki bara gelgjur sem fíla sylvíu, þekki fullt af fólki sem fílar hana alveg frábærlega, hún er alveg yndislega mikill snillingur og góð söngkona þar ofan á... svo hættiði þessu röfli helvítis ellismellirnir ykkar :P

 
At 19/2/06 5:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHAHA, Hún er heldur betur að takast ætlunarverk sitt og það er að hneyksla og gera grín, ég sé að það eru margir biturrir yfir þessu en það er einmitt pointið með þessu öllu saman.

Hún er snillingur og það er kominn tími til að fokka aðeins upp í þessari hálf niðurdrepandi Evróvision keppni og líka að sína það hvað býr í okkur Íslendingum.

VIÐ ÞORUM AÐ VERA ÖÐRUVÍSI!!

 
At 19/2/06 5:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvurnig er það, gat maður ekki gefið sama laginu fimm atkvæði, sem þýðir að það voru nu eitthvað færri en 70.000 manns sem greiddu SN atkvæði, annað eg held að finnska eurovision nördið hafi sagt það í gær að svona týpur væru allsstaðar til í evropu, við látum alltaf eins og við seum að finna upp hjólið. Evrópubúar eru orðnir leiðir á svona fólki, ekki það að hin löginhafi verið e-ð skárri, regina var með flott lag kannski ekki að virka í þessari keppni, birgitta kom með enn einn írarfárs slagarann og hitt allt var svona upp og ofan,lagið hans friðriks var svona ekta Sænskt eurovision lag. eg grét það mikið á sínum tima að Botnleðja hafi ekki komist, þeir voru öðruvisi, kannski virkar SN liklega ekki, en erum við ekki bara að hafa gaman af þessu og vera með, við höfum hvort er ekkert með það að gera að vinna þessa keppni.

 
At 19/2/06 5:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ókei...sorry en það etr satt...silvía var langtbest af þeim öllum..maður er nú komin með HELVÍTI mikið leið á þessum open your heart,birta o.s.f.v ! silvía er frábrugðin og hress persónuleiki og maður getur hlegið sig máttlausann af fíflalátunum í henni ! sættið ykkur við það að það GÆTI ekkert af hinum lögunum komist lengra en silvía... !
- No name !

 
At 19/2/06 5:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahaha.. andlegan kúk já :)

 
At 19/2/06 5:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Orðrétt var sagt að atkvæðin hefðu farið vel yfir 100 þúsund en ekki rúmlega

 
At 19/2/06 6:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rúmlega 100.000 getur allt eins verið 150.000. Elskurnar mínar, verið ekki að velta ykkur upp úr þessu. Það eru komin úrslit og við þau skal standa. Silvía Nótt er vel að þessu komin. En mín skoðun er þó allt önnur en hér er um talað. Ég sé fyrir mér afbragðsgóða leikkonu sem þorir að fara ótroðnar slóðir, því engin önnur kona á Íslandi gerir það sem Ágústa Eva Erlendsdóttir er að gera og er hún þó aðeins 23ja ára. Ég segi því: Til Hamingju Ísland.

 
At 19/2/06 6:03 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Á mínu bloggi eru orð mín lög. „Rúmlega 100.000“ stendur.

En maður getur samt velt því fyrir sér hve mikið rúmlega táknar. Ef atkvæðin hefðu farið í 150.000 hefði líklega verið sagt: „Um 150.000“ eða eitthvað á þá leið.

Það er a.m.k. mín skoðun og hún er alltaf rétt.

 
At 19/2/06 6:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Silvía nótt karakterinn er búinn til úr öllu því sem pirrar hana (Ágústu mest í fari fólks) og þess vegna pirrar hún svona marga, kannski eru fullt af svona konum út um allan heim en hve mörg lönd hafa sent út svona atriði eins og Silvíu Nótt..?
Íslandi finnst þetta fyndið eða allaveg flestum og það tók okkur langan tíma að fýla hana en það þýðir samt að aðrir munu ekki fatta joke-ið annað hvort kemst hún áfram eða ekki og svo lengi sem við fýlum þetta þá skiptir það ekki neinu máli hvað hinum finnst við erum nógu oft búin að lenda í neðstu sætunum þannig að ef fólk heldur að hún geti ekki neitt á það ekki að vera að grenja yfir því að hún munu tapa við erum vön því að gleymast, hennar atriði mun samt líklega ekki gera það.. og þið sem eruð svona á móti þessu hættiði bara að hugsa um þetta og gerið eitthvað annað á Júróvision kvöldin það er greinilega meirihluti þeirra sem horfa sem fýla hana og þetta er búið og gert og hættið að VÆLA!!!!

 
At 19/2/06 6:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

langar bra að seiga ég las ekki þetta allt en nokkur comment og það var voðalega mikið sagt um að gelgjur kusu þetta bara :S og ég vill bra seiga fáið ykkur húmor og pabbi kaus hana líka og hann er ekki gelgja

 
At 19/2/06 6:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ok! Hún er búin að vinna...og það er ekekrt hægt að gera í því....en eitt hérna.....mig langar´í þetta skipti að við séum allavegna með í aðalkepninni......það voru 2 lög í þessari blessaðri keppni sem hefði möguleika á að komast upp úr undadúrslitum....það var Sylvía Nót vegna eftirminnileika og töffleika..og þessi Ómar með ABBA lagið sitt (man reyndar ekki hvað hann heitir) en svona án gríns þá myndi ég gleyma Reginu strax ef ég vissi ekki hver það væri....sérstaklega þegar hún er frá þessu litla landi...think about it....og hættið þessu væli og rifrildi á netinu.....setjið bara sylvíu á fóninn og veriði "ýkt töff skiluru"

 
At 19/2/06 7:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

það var mikið að Ísland tæki prikið útúr rassgatinu á sér og þori að prufa eikkað nýtt!!!

 
At 19/2/06 7:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gellur ísland rúlla :D.

 
At 19/2/06 8:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey það var nú Páll Óskar sem byrjaði að taka prikið út úr rassgatinu sínu og sýndi að Ísland þorir að gera öðruvísi

 
At 19/2/06 8:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þið verðið að viðurkenna að lagið hennar Silvíu er það eina sem fólk úti á eftir að muna eftir og er langbest(ekkert diss við hina upphitunarhljómsveitirnar) hehe. En ég er sammála að botnleðja hefði átt að fara út staðinn en birgittu. Wig warm þeir slóu í gegn í eurovision með rokkinu sínu. Þetta hefði getað verið Botnleðja. Annars væri mjög fínt að fá alvöru rapplag út það væri breyting.

 
At 19/2/06 8:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Íslendingar eru fávitar þegar þeir taka sig saman , þeir hafa ekkert lært síðustu tuttugu árin, sorglegt .

 
At 19/2/06 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

finnst ykkur silvia fyndin ????????

 
At 19/2/06 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað, við lifum í breyttu samfélagi.

 
At 19/2/06 9:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ef maður hugsar út í það þá var Selma í öðru sæti 1999 minnir mig og líka einhvern tímann í 4 sæti. Þannig að íslendingar eru ekki fávitar þegar þeir taka sig saman. Sylvía er aljör snillingur hún heppnaðist 100%. Þótt að allir líka ekki við hana en það er bara svoleiðis.Hún er bara eins og allir leikarar ég meina það elska ekki allir Jim Carrey

 
At 19/2/06 9:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega er gaman að sjá hvað fólk er að skrifa hérna..... Allir að tala um hvað þetta var fyndið og skemmtilegt og hvað Silvía a.k.a Ágústa er frábær og flyppuð að koma með þennan karakter og rústa þessu. Fyrir mitt leiti pirrar Þessi karakter mig alveg svakalega og mér er alveg sama þó svo að hún sé að reyna að vera með einhverja ádeilu á heimskt fólk ..... þegar hún fer út á enginn eftir að skilja djókið og allir halda að við höfðum sent út geðsjúkling sem er auðvitað frábær landkynning... þá er þetta komið á hreint, Evrópa mun fá fína innsýn í íslenskt kvennfólk, lauslát,heimskt og geðveikt.... alveg eins og við viljum hafa það

 
At 19/2/06 9:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er það ekki sannleikurinn?? Hún er bara að gera grín af því.

 
At 19/2/06 11:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi kosning lýsir bara því hversu vitlaus þjóð íslendingar eru. Við höfum ætlað okkur að reyna að vinna þessa keppni í hvert skipti sem við förum og erum orðin svo fúl að fá aldrei stig. Þá er tekið á það ráð að kjósa einhverja stelpu með mislukkaðan brandara fara út fyrir lands hönd. Ég er ekkert að setja út á stelpuna sjálfa sem felur sig bak við gervið en mér finnst þetta gervi hennar endurspegla dálítið okkur íslendinga yfir höfuð. Persónulega vona ég að þessi brandari verði algjört klúður þarna úti svo þessu fari að linna. Þetta er orðin eins og leiðinleg auglýsing sem maður getur á engan hátt losnað við að sjá eða heyra á hverjum degi. Ég þakka fyrir að röddin í hausnum á mér er ekki eins og þessi fígúra!

 
At 19/2/06 11:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvert "rúlla" íslenskar gellur? Uppí ból hjá útlendingum kannski ;o)

Ósammála með botnleðjuruslið. Þeir geta aldrei búið til jafn gott lag og þetta eina lag hjá Wig Wam.

 
At 19/2/06 11:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hverjum er sama um þetta?,eurovision er bara enn ein ástæða fyrir íslendinga að detta í það og halda partí...fokkið ykkur bara,þetta er fínt dæmi hjá sylvíu og ef þetta gengur upp þá gerir það það og ef ekki þá gerir það það ekki.ég trúi ekki að fólk hafi viljað biggu haukdal áfram eða regínu ósk? þær voru vægast sagt hörmulegar...bæ :):)

 
At 20/2/06 12:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lagið hennar var einfaldlega besta lagið að mínu mati. Ég hlustaði á þessi helstu lög í þessari keppni, og fílaði þau engan veginn.

Ég er ekkert að fíla Silvíu Nótt, þó svo að ég fatti alveg húmorinn. En, hún söng besta lagið og við sjáum bara hvað gerist þarna úti :)

 
At 20/2/06 1:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

verð nu bara að seija snild :D til hamingju ísland;)

 
At 20/2/06 9:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gallinn við þessa undankeppni var sá að alltof margir komust í hana sem áttu alls ekkert erindi þangað. Textinn við lagið hennar Silvíu er ekki til að hrópa húrra fyrir en það sama má segja um öll lögin í keppninni, það sem lagið sem Silvía flutti hefur fram yfir önnur er að takturinn í því er þó allavega grípandi sem er meira en hægt er að segja um hitt draslið í keppninni. Persónulega vona ég að lagið verði flutt á ensku í keppninni úti og þá skiptir engu máli þó hún hagi sér eins og hálfvitinn sem hún er þarna úti. Að lokum finnst mér að þessir hálfvitar sem eru að reyna að fá hana dæmda úr keppni þurfi að taka smá hinti: Hún fékk ca 70% atkvæða eða með öðrum orðum HIN LÖGIN ERU DRASL

 
At 20/2/06 4:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða bull er þetta með Confetti sprengjurnar sem Birgitta sprengdi. Varla var það meira brot á reglum heldur en að skella laginu í massíva dreifingu á netinu áður en það keppti?

Hef eftir mínum heimildum að atkvæði hafi verið um 160.000!

 
At 20/2/06 5:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil benda á að það fóru fleiri lög í dreifingu á netinu. Málið er bara það að hin lögin voru svo hrikalega léleg að það hafði ekki nokkur maður áhuga á að ná í þau.

Og Regína Ósk var góð. Lagið er bara ekki alveg týpa í keppni.

Það er ótrúlegt hvað fólk þorir að segja þegar það skrifar ekki undir nafni. Mér finnst það algjör óþarfi að rakka fólk niður og tala um öskrandi fólk og skessur. Fólk sem tjáir sig um það hvort einhver sé léleg söngkona án þess að hafa nokkuð vit á því á ekkert að vera að því.

Ég vildi Sylvíu út, og fékk það, ekki vegna þess að ég vilji að hún vinni, þetta er nú bara smá keppni, en það þýðir lítið að segja tapsáru fólki það. Mér fannst þættirnir hennar samt sem áður leiðinlegir, ég hef lítið þol fyrir að horfa á hana lengi og ég á vafalaust eftir að fá fallegt ógeð á laginu áður en febrúar er búinn, en það er ekki það sem skiptir máli.
Það sem skiptir máli er yfirlýsing okkar Íslendinga um að Eurovision hafi einu sinni verið virt og skemmtileg keppni en sé algjörlega komin í skítinn.

 
At 20/2/06 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú sem sagðir að í textanum hennar silvíu væri ekki hrein mey, heldur hreinn-æ... og varst svo að segja að manneskjan á undan þér kynni ekki textann... lærðu að lesa manneskja! textin er: en æeg er hrein mey, það má lesa bæði á netinu og einnig í bæklingnum sem er í hulstrinu af geisladiskinum sem gefinn var út fyrir nokkrum dögum síðan!

hugsaðu áður en þú skammar aðra...

 
At 21/2/06 9:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Shit getur fólk grenjað mikið.....

Allir að læra textann og syngja svo bara með.. quit your bitchin!!!

Hvernig getur fullorðið fólk eins og mörg ykkar grenjað og rifist yfir júróvision á netinu... ég er nú bara 18 ára og mér finnst þetta alveg stórmerkilegt

þetta blogg hérna fyrir ofan er alveg rétt og ég er alveg sammála því. Birgitta sökkar ...ýkt óheppin hún

 
At 21/2/06 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Wig Wam er eina góða sem hefur komið fyrir þessa keppni,

lægið með silvíu er fínt í byrjun en afhverju er alltaf allt ofspilað...

silvía hækkaða fyrst í áliti hjá mér þegar ég heyrði lægið en núna er hún dottin aftur niður eftir ég heyrði þetta helvítis lag spilað yfif 100x á 4 klukkutímum

 
At 21/2/06 9:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta er nú alveg meiriháttar, að sjá fullorðið fólk rífast um eurovision á netinu, meirasegja eru sumir að lýsa því yfir hérna hvað eurovision sé glatað efni, en eru samt að rífast yfir keppninni!

Fannst flott að sylvía kæmist áfram, lagið var bara fott og showið líka en hin lögin voru nú flest bara mjög flott líka, en áttu kannski ekki alveg öll heima í þessari keppni...

 
At 22/2/06 1:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Silvía er ágæt blessunin. Hún hefur húmor, að herma eftir öllum þessum heilalausu gellum þarna. En svakalega er ég sammála manneskjunni hérna rétt fyrir ofan með að lagið er ofspilað upp í rassgat! Það er ágætt að hún hafi komist áfram. Ef hún hefði það ekki, þá hefði Ísland sko ekki húmor fyrir sjálfu sér. Persónulega finnst mér að Ísland ætti að hætta að rembast við að kúka einhverju lagi inní Eurovision keppnina afþví flest lögin sem við sendum út eru bara gjörsamlega með hausinn uppí rassgatinu á sér. Allavega þessi nýju.

 
At 25/2/06 2:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sylvía fékk EKKI 70% atkvæða
Það voru 100.000 símar sem tóku þátt í kosningunni en ekki 100.000 atkvæði..... og það var hægt að kjósa 5 sinnum svo fékk regína 30.000 og kallinn þarna 10.000 og það er samtals 110.000 atkvæði Þannig hún fékk ekki 70%

 
At 25/2/06 5:07 e.h., Blogger Styrmir B. said...

Til hamingju með þetta gríðarlega reikniafrek. Ég nenni ekki einusinni að svara þessu. Þetta fellur um sjálft sig á heimskunni einni saman.

 

Skrifa ummæli

<< Home