Netfangaþjófnaður

Í öllum þessum iðnaði er mikilvægast að verða sér úti um netföng. Þess vegna ganga geisladiskar með tugþúsundum netfanga kaupum og sölum og til þess að fá netföngin eru nokkrar leiðir.
Einhverjir skrifa kóða sem flakkar um heimasíður og veiðir af þeim netföng og enn aðrir bjóða þjónustu eða áskriftir á síðunum sínum gegn því að viðkomandi gefi upp netfangið sitt. Oftast græðir maður ekki nokkurn skapaðan hlut á því að gefa netfangið upp og lendir í staðinn á einum af þessum geisladiskum. Aðferðirnar eru óteljandi og ég var að reka augun í eitt sem er full ástæða til að vara við.
Stúlka sem ég þekki og er með á MSN loggaði sig nýlega inn með nickið: „see who's deleted you on MSN: msn.41m.com“. Ég fór inn á síðuna og þar bjóðast þeir til að segja manni hver hefur eytt manni út. Það eina sem þeir vilja er notendanafnið manns og lykilorðið. Enn og aftur... ef þú sérð ekkert grunsamlegt þegar hér er komið, náðu þér í bók. Í alvöru. Ein af höfuðreglunum sem allir verða að fara eftir á Internetinu er: Aldrei, aldrei, aldrei gefa upp notendanafnið þitt og lykilorðið til þriðja aðila. Þeir sem gera það (og meðal þeirra þessi unga stúlka) lenda í því að þessir aðilar logga sig inn á MSNið hjá manni, skrá sig inn með þessa auglýsingu í titlinum svo fleiri láti gabbast og ræna svo öllum netföngunum af MSNlistanum hjá manni. Svo áður en maður veit af er byrjað að demba á mann valiumauglýsingum og hommaklámi.
Ekki gera sjálfum ykkur þetta og ekki heldur vinum ykkar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home