miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Tvö alveg óskyld mál...

Hið fyrra er það að ég hef engan tíma til að vorkenna sjálfum mér í veikindunum því ég hef lítið annað gert en að hanga á klósettinu. Ég hefði aldrei haldið að svona mikið rúmaðist í einum maga!

Hitt málið er að meðan ég sat á salerninu í eitt af skiptunum las ég grein í Tíðindunum sem fjallaði um opnun nýrrar Aðstöðu fyrirtækisins Hringrásar í Helguvík síðasta föstudag. Í tilefni af opnuninni sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, „...að hér væri komið fyrirtæki sem vildi vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Árni sagði einnig að þegar þeir Hringrásarmenn væru búnir að ganga endanlega frá sínu svæði þá yrði þetta fyritæki til fyrirmyndar í alla staði.“ (Tíðindin, 24.11.2004)
Svo gerist það að kvöldi síðasta mánudags að það kviknar í á athafnasvæði endurvinnslustöðvar Hringrásar við Klettagarða 9. Skömmu síðar fara að birtast fréttir um ábyrgðarleysi stjórnenda fyritækisins þegar kemur að eldvörnum. Eldvarnareftirlitið gerði athugasemdir við dekkjahauga á athafnasvæðinu og þeim athugasemdum var ekki sinnt sem skyldi og ofan á það var fyrirtækið með útrunnið starfsleyfi síðan í september.

Eftirfarandi frétt birtist á fréttavef Vísis:

Stöð 2 23. nóvember 13:53

Viðvaranir hundsaðar

Eldvarnareftirlitið hafði gert athugasemdir við mikinn dekkjahaug á athafnasvæði Hringrásar og talið að af honum stafaði eldhætta. Eftirlitið skrifaði harðort bréf í júní og krafðist þess að dekkjahaugurinn yrði fjarlægður. Það kom fram í bréfinu að ef kviknaði í gæti þurft að rýma íbúða- og atvinnuhúsnæði á stóru svæði, eins og raun varð svo á. Bréfinu var svarað í lok september og lofað að grípa til aðgerða innan nokkura vikna. Við það var ekki staðið. Hundruð tonna af hjólbörðum brunnu í nótt en þá átti að kurla niður og urða.

Fyrirtæki með mengandi starfsemi líkt og endurvinnslustöð Hringrásar eru háð starfsleyfi og rann leyfi fyrirtækisins út í september. Unnið var að endurnýjun leyfisins í samráði við Reykjavíkurborg en gerðar höfðu verið ýmsar kröfur um úrbætur.

Velkomnir til starfa, Hringrás. Gaman að fá ykkur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home