þriðjudagur, júlí 27, 2004

Gömul tugga

Ég veit að þetta er gömul tugga en þessi hugsun sækir svo oft á mig.
Ég tók saman nokkra dóma sem fallið hafa undanfarna rúma tvo mánuði og finnst ekki alveg samræmi í þyngd dóma og alvarleika brota. Ég skil semsagt ekki hvernig það er alvarlegra að stela peningum frá hvítflibbahyski heldur en að misnota lítil börn og setja svartan blett á sálina þeirra til æviloka. Ég átta mig ekki á því að það sé alvarlegra að bregðast trausti forstjórans í fyrirtækinu þínu og hluthafanna og stela frá þeim peningum heldur en að bregðast því trausti sem barn ber til foreldra sinna. (Eða nágranna, eins og er í einu af málunum)

Hvað finnst ykkur?

-Þunguð kona frá Nígeríu dæmd í 5 ára fangelsi fyrir að smygla 5 þúsund e-töflum.
-Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fjárdrátt.
-Kynferðisafbrotamaður fær 10 mánuði fyrir að misnota 6 og 7 ára gamlar stúlkur.
-Faðir dæmdur í 2 ára fangelsi (þar af 21 mánuð skilorðsbundinn) fyrir að misnota tvær dætur sínar.
-Faðir dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að misnota dóttur sína og stjúpdóttur.
-Aðalgjaldkeri Landssímans dæmdur í 4 1/2 árs fangelsi fyrir fjárdrátt.

Ég veit að fólk hefur alls konar skoðanir á þessu og margir eru alls ekki sammála mér, annars væri þetta kerfi ekki eins og það er. Gaman væri þó að sjá ykkar skoðanir hér í commentunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home