mánudagur, desember 22, 2003

Góður dagur að kveldi kominn

Ég er búinn að taka því nokkuð rólega í dag. Þreif ískápinn og soleis og eldaði svo kjúkling fyrir Lillý, Ellert og Rögnu. Er einmitt núna að japla á upphituðum leifum. Uppáhalds frændi minn (annar af tveim uppáhaldsfrændum - breytt eftir ábendingu frá hinum uppáhaldsfrændanum), Grétar, kíkti í heimsókn. Tók með sér frúna og vinapar. Hann var á rúntinum í Reykjavík og kastaði svo fram þeirri hugmynd að keyra í Keflavík í kaffi til mín. Fólkið í bílnum hélt náttúrlega að hann væri að grínast, enda er það ekki fyrir hvern sem er að heimsækja Keflavík, Mekka menningar á Íslandi. En jú, honum var fúlasta alvara og þau fengu öll að vera þerrar gæfu aðnjótandi að sækja Keflavík heim. Hann hringdi í mig og ég hellti uppá. Þetta var í annað skipti sem ég helli uppá kaffi fyrir gesti. Ég hef alltaf tuðað í Lillý til að gera það fyrir mig en um daginn var kominn tími til að prófa þetta. Það tók ekki nema tvær tilraunir og þrjú símtöl til Lillýar að búa til mannsæmandi skammt af kaffi. Eða... ég vona allavega að þetta hafi verið mannsæmandi... Ég þekki ekki muninn á góðu og vondu kaffi því í bollanum er jafnan fjórðungshlutfall af sykri. Enjá.. þetta var mjög fínt. Við sátum fram eftir kvöldi og spjölluðum um daginn og veginn og umræðurnar fóru alla leið frá því að vera um kennisetningar trúarbragða og yfir í vangaveltur um leiðindin við það að frussa kúk við rassmök. Sannarlega lærdómsríkt kvöld fyrir hvern þann sem hlustaði. Sjónvarpið var stillt á Sky og á meðan á heimsókninni stóð byrjaði þáttur sem fjallar um kynlífsheimsmet. Viðfangsefni þáttarins var að finna kvenmann með sem stærstan besefa. Ég horfði á þetta með öðru auganu í fyrstu vegna þess að þarna voru ansi myndarlegar stúlkur en það breyttist svolítið þegar þær lyftu pilsunum og slátrið kom í ljós. Þá sátum við öll opinmynnt og reyndum að átta okkur á því hvað væri eiginlega að gerast og ég leitaði að fjarstýringunni og þakkaði mínum sæla í hljóði fyrir að þetta voru ekki foreldrar mínir sem sóttu mig heim þetta kvöld. Nú er kjúklingurinn búinn, limakonurnar horfnar úr huga mér og ég held að mér sé óhætt að fara að sofa án þess að búast við því að vakna æpandi og sveittur um miðja nótt eftir að dreyma limakonur. 10-4 Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home